Kökur

Kladdkaka með lakkrís og hindberjum

Svíar eru alveg svakalega hrifnir af kladdkökunni sinni. Hún er til í milljón (en þó svipuðum) útgáfum og er nánast það eina sem maður fær í súkkulaðikökuformi út í búð.  Mætti kannski helst lýsa kladdköku sem mitt á milli þess að vera brownie og frönsk súkkulaðikakka. Hún er semsagt tekin úr ofninum meðan hún er ennþá aðeins blaut og látin kólna áður en hún er borin fram.

Við vorum að fá matargesti og mig langaði að prófa einhvern nýjan eftirrétt og fór á stúfana að leita að einhverju skemmtilegu. Þegar ég sá þessa uppskrift sem er með muldum piparbrjóstsykri og hindberjum varð ég verulega spennt að prófa. Og við urðum ekki svikin, kakan var ferlega góð. Ég hefði m.a.s. alveg verið til í að hafa meira af piparbrjóstsykrinum en mér finnst hann líka mjög góður, það á kannski ekki við um alla 🙂

Kladdkaka með lakkrís og hindberjum

Hráefni

150 gr smjör, bráðið
2 egg
3 dl sykur
1 tsk vanillusykur
4 msk kakó
1,5 dl hveiti
10 tyrkisk peppar brjóstsykurmolar,   muldir
10 fryst hindber, hökkuð
(fersk hindber til skreytingar, ef vill)

Aðferð

Ofninn stilltur á 150 gr. Bræðið smjörið í potti og látið kólna aðeins. Hrærið restinni af hráefnunum í smjörið. Hellið deiginu í smurt 24 cm form (ég notaði springform, annars getur verið ansi erfitt að losa kökuna úr því). Bakið í miðjum ofni í ca. 35 mínútur (ég bakaði hana í 45 mínútur). Látið kólna. Skreytið með ferskum hindberjum ef vill og berið fram með ís eða rjóma.

Ein athugasemd á “Kladdkaka með lakkrís og hindberjum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s