Kökur

Smjörkrem á afmælisköku!

Heimasætan verður eins árs í dag og af því tilefni var að sjálfsögðu bökuð afmæliskakan góða sem systir mín var búin að gefa uppskriftina að í annarri færslu. Þegar skaparinn var að útdeila hæfileikum fékk ég eitthvað aðeins minna af nennu og dundhæfileikum en hún, ég fæ mig aldrei í að gera flottar afmæliskökur og gríp alltaf í hina hefðbundnu „tveggja hæða súkkulaðiköku með kremi á milli“.

Fyrst að Tobba var búin að gefa uppskriftina að kökunni frá mömmu þá hugsaði ég með mér að það væri eins gott að gefa uppskriftina að smjörkreminu frá sömu konu. Svo þetta sé nú allt á einum stað! Þetta er hefðbundið ljóst, íslenskt súkkulaðismjörkrem, með hæfilega miklu súkkulaðibragði 🙂

Súkkulaðismjörkrem
200 gr. smjör (upphaflega uppskriftin kallar á smjörlíki en vér nútímakonur höfum breytt því!)
2 msk vatn
2 msk kakó
300 gr flórsykur
1 eggjarauða

Helmingurinn af smjörinu og vatnið soðið saman, kakóið hrært saman við. Flórsykurinn siktaður í skál og vökvinn hrærður saman við. Afgangurinn af smjörinu settur smátt og smátt út í og hrært á meðan, og síðast er eggjarauðunni bætt út í.

Ath: ég nota yfirleitt aldrei eggjarauður í smjörkrem (soldið paranojd týpa) og set yfirleitt bara aðeins meira smjör eða mjólk í staðin. Kremið verður best með eggjarauðu finnst mér en það er líka mjög gott án hennar 🙂

2 athugasemdir á “Smjörkrem á afmælisköku!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s