Brauð og bollur · Gerbakstur

Hvítlauksbrauð

Þegar við fjöskyldan bjuggum fyrst í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum keypti ég matreiðslubók, Bonniers kokbok, sem ég hef notað afskaplega mikið síðan og reynst mér vel. Ein af fyrstu uppskriftunum sem ég prófaði upp úr henni var hvítlauksbrauð og það er óhætt að segja að brauðið hafi slegið í gegn hjá fjölskyldunni og ég er örugglega búin að baka það 100 sinnum núna. Það sem er svo frábært við að bera svona brauð fram er að maður þarf bara einhverja einfalda og fljótlega súpu með og maður er komin með herramannsmáltíð. Í alvöru talað, hvað er betra en heitt, nýbakað brauð með smá smjöri og súpu „on the side“?

Hvítlauksbrauð

Þessi uppskrift gerir 2 brauð (ég geri oftast bara helminginn en annars má frysta hitt)

Brauð
1 poki þurrger (5 tsk þurrger eða 50 gr pressuger)
6 dl vatn
25 gr. smjör eða 1/2 dl ólívuolía
2 tsk salt
ca. 16 dl hveiti (ca. 960 gr.)

Fylling
100 gr mjúkt smjör

2 hvítlauksgeirar
Salt
Krydd, t.d. basilika.

Þetta er klassískt gerdeig, ég hræri þurrgerið vel út í hveitið með saltinu. Bæti vökvanum út í og hnoða svo duglega í hrærivélinni. Deigið er látið hefa sig í ca. klst eða þangað til það hefur tvöfaldað sig að stærð.

Deiginu er skipt í tvo hluta.

Hvor hluti er flattur út í ferhyrning (aflangan eins og hvítlauksbrauð), frekar þunnan. Maður smyr hvítlaukssmjöri á brauðið og rúllar því svo upp (eins og snúðum). Snýr upp á endana sitthvoru megin og leggur brauðið saman í hnút eða hring. Brauðið látið lyfta sér í 20 mínútur.

Ofninn settur á 250°c. Lækkað í 225 þegar brauðið er sett inn og bakað í neðri hluta ofnsins í 20 – 25 mín.

Það má líka gjarnan leika sér með fyllinguna. Ég prófaði að setja rautt pestó og fetaost í helminginn af brauðinu núna og það var alveg meiriháttar gott 🙂

Ein athugasemd á “Hvítlauksbrauð

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s