Ég er alger sökker fyrir möffins og þegar ég sá „american sized“ möffins form þá bara varð ég að kaupa þau og baka eitthvað gott í þeim. Ég fór á stúfana og auðvitað brást joy of baking ekki.
Berjamöffins
2.5 bollar hveiti
3/4 bolli sykur
2 tsk lyftiduft
0.5 tsk matarsódi
0.5 tsk salt
Rifinn börkur af appelsínu eða sítrónu
1 stórt egg (ég á sjaldnast stór egg og nota því 2 lítil)
1 bolli buttermilk (leiðbeiningar hér)
1/2 bolli olía (ég átti ekki til olíu og notaði því rúmlega 1/2 bolla af bráðnu smjöri)
1 tsk vanilludropar
1 1/2 til 2 bollar fersk eða frosinn ber (ég notaði hindber)

Ofninn er hitaður í 190°c.
Hrærið saman egg, buttermilk, olíu og vanilludropum í skál.
Setjið í aðra skál hveiti, sykur, lyftidufti, matarsóda, salti og börk. Hrærið berjum varlega saman við þurrefnin. Með sleikju er vökvanum blandað saman við þurrefnin. Varist að hræra of mikið, það er betra að hafa smá hveitiköggla í deiginu heldur en að hræra of oft – ef deigið er hrært of mikið verða möffins kökurnar þéttari í sér, við viljum hafa þær „flöffí“.
Í uppskriftinni er talað um að nota 12 „normal sized forms“. Ég veit svo sem ekki hvað það eru stór form en ég var með að mér fannst risastór form og notaði 10 slík.
Bakað í 20-25 mínotur. Tekið er fram að ef notuð eru frosin ber að þá þurfi mögulega að lengja bökunartíman en ég varð ekki vör við það.
Myndi ég baka þetta aftur?: Já ekki spurning, þetta er fljótlegt og þægilegt. Ég er alger sökker fyrir hindberjum og þetta er mjög góð leið fyrir mig til að svala þeirri fíkn. Ekki skemmir fyrir að stelpunni minni fannst þær mjög góðar.
Alveg málið. Bláberjamöffins í sérstöku uppáhaldi hér.