Smjörkrem með hvítu súkkulaði
1 bolli (230 gr) mjúkt smjör
2 bollar (250 gr) flórsykur
3-5 msk rjómi
170 gr hvítt súkkulaði
Bræðið súkkulaðið, látið það standa og leyfið mesta hitanum að fara úr því án þess þó að það harðni aftur.
Þeytið smjörið í hrærivél þar til það er orðið létt og ljóst, tekur ca 3-4 min á mesta hraða. Stillið á miðlungshraða og bætið flórsykrinum saman við smjörið smátt og smátt.
Bætið rjómanum (byrjið á 3 msk) og súkkulaðinu við og þeytið saman við kremið á miðlungshraða í 3-4 min. Stoppið inn á milli og skafið kremið niður hliðarnar. Ef kremið er of þykkt er hægt að þeyta meiri rjóma saman við.
Skreytið köku eða cupcakes með kreminu og látið ímyndunaraflið ráða ferð.