Brauð og bollur · Gerbakstur

Pull-apart brauð með brúnuðu smjöri

Ég hef áður gefið uppskrift að pull-apart brauði á þessu bloggi en þegar ég fékk bókina hennar Lindu Lomelinu í hendurnar og sá þessa uppskrift með brúnuðu smjöri varð ég auðvitað alveg sjúk í að prófa, samsetningin var alveg augljóslega þannig að hún gat ekki klikkað 🙂
Uppskriftin er frekar löng en hún er alls ekki flókin og tekur ekki lengri tíma en að skella í litla uppskrift af kanilsnúðum svo látið ekki lengdina fæla ykkur frá!

IMG_1297IMG_1292
Pull-apart brauð með brúnuðu smjöri
Deig
2,5 tsk þurrger
2,5 dl mjólk
1 tsk kardimommukrydd
½ dl sykur
75 gr smjör, við stofuhita
½ tsk salt
7 dl hveiti
Brúnað smjör – fylling
100 gr smjör
1 dl sykur
1 msk kanill

Aðferð-Deig
Blandið gerinu saman við hveitið.
Hellið mjólkinni og kardimommunni í pott og hitið að 37°c. Blandið sykrinu og smjörinu í vökvann og hrærið vel. Blandið vökvanum og hveitinu saman og hnoðið þar til deigið er orðið mjúkt og teygjanlegt. Látið hefast í ca. 1 klst.
Aðferð-Brúnað smjör
Bræðið smjörið í potti. Látið malla á miðlungshita þar til smjörið er orðið gullinbrúnt og lyktar aðeins eins og hnetur. Hrærið í af og til. Takið af pottinn af hitanum og látið kólna, jafnvel í ísskáp svo smjörið kólni hraðar, þar til það er farið að harðna aðeins (ekki alveg hart samt, það á að vera hægt að smyrja því á deigið).
Blandið sykrinum og kanilnum saman við smjörið þegar það er orðið hæfilega hart.

Samsetning
Smyrjið brauðform að innan með smjöri.
Fletjið deigið út í ferhyrning, ca. 48×30 cm með eins beinum línum og hægt er (ég skar kantana af hjá mér).
Smyrjið fyllingunni á deigið.
Skerið deigið í 6 lengjur (ca. 8×30 cm). Staflið lengjunum ofan á hver aðra. Skerið svo þessa þykku lengju í 6 ferkantaða bita (sjá myndir neðst í færslu). Setjið þessa bita upp á rönd í brauðformið og skiljið aðeins að á milli þeirra með puttunum. Látið hefast í ca. 45 mín.
Hitið ofninn í 175°c og bakið í 35 – 40 mín í neðri hluta ofnsins. Ef brauðið verður of dökkt of snemma má setja álpappír ofan á það.
Berið fram – nammi namm 🙂

IMG_1271IMG_1274

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s