Brauð og bollur · Gerbakstur

Kotasælubollur

Kotasælubollur


Ég hef oft heyrt um kotasælubollur, bæði á Íslandi og í Svíþjóð og þegar einn lesandi bloggsins gaf mér sína uppskrift af slíkum bollum á facebook síðunni okkar fannst mér tilvalið að prófa. Eftir að hafa prófað að baka þær skil ég vel að hún haldi sig við þessa uppskrift, þær eru nefnilega æðislega góðar, mjúkar og næstum því  flöffí 🙂 Ég prófaði í eitt skiptið að skipta út hluta af hveitinu fyrir heilhveiti og mér fannst það alls ekki síðra.

Ég hnoðaði í þær að kvöldi, setti viskastykki yfir og lét þær hefa sig yfir nótt og það virkaði mjög vel þannig að ég get alveg mælt með þeirri aðferð ef þið viljið prófa – það munar svo miklu í tíma að geta bara mótað bollurnar og látið þær inn í ofn að morgni. Ég tók þær reyndar út úr ísskápnum áður en ég kveikti á ofninum, mótaði bollurnar og leyfði þeim aðeins að hefa sig við stofuhita áður en ég setti þær inn! Ég vona að lesandanum sé sama þó að ég deili bollunum með ykkur – maður verður að deila svona góðum uppskriftum áfram finnst mér . Takk Hafdís 🙂

Kotasælubollur

550 g hveiti
150 g heilhveiti
1 tsk salt
1 tsk sykur
1 bréf þurrger (eða 1 kubbur ferskt ger).
1/2 ltr mjólk
3 msk olía
lítil dós kotasæla

Velgið mjólkina og setið sykur og þurrger út í og látið leysast upp. Látið aðeins kólna. Setið þurrefnin út í, og að síðustu kotasæluna og olíuna.
Látð hefast í hálftíma og búið svo til bollurnar til.  Penslað með mjólk. Graskersfræjum eða öðrum stráð yfir.

Bakað við 200 gráðu hita í 20 til 25 mínútur.

Ein athugasemd á “Kotasælubollur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s