Muffins

Nutella Muffins

Það gerist ekki oft að bakstur klikkar algerlega hjá mér!

Það kemur alveg fyrir að kökur klikka en það er þá oftast hægt redda því með einhverju fixi. Mér gengur tildæmis alltaf bölvanlega að gera smjörkrem en það reddast alltaf hjá mér með einhverjum trixum. Í þetta sinn gat ég ekkert gert til að laga óskapnaðinn sem henti.

Ég bakaði muffins og þær FÉLLU. Ég hélt að ég yrði ekki eldri, aldrei hefur þetta hent áður og ég hef ekki lesið um að þetta komi fyrir muffins. Reyndar ef ég hugsa um það þá eru muffins bara kökur í litlum formum, afhverju ættu þær ekki að geta fallið líka eins og stærri kökur! Jæja, þetta gerðist og ég er búin að jafna mig (að mestu leiti).

Nutella Muffins

Nutella muffins
57 gr smjör (mjúkt)
1/4 bolli olía
201 gr sykur
2 stór egg
1 tsk vanilludropar
224 gr hveiti
2 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
1/2 bolli mjólk
ca 1/2 bolli Nutella
að lokum setti ég smá rifið marsipan útí (það er ekki í upprunalegu uppskriftinni)

Hitið ofninn í 175°c

Þeytið saman smjöri og olíu. Þeytið saman eggjunum og vanilludropum saman við smjörið þar til degið er létt og flöffí.

Sigtið saman hveiti, lyftiduft og salt. Setjið helming af þurrefnunum saman við smjör/eggja hræruna létt og varlega.

Bætið mjólk saman við og svo restinni af þurrefnunum. Ef þið veljið að setja marsipan þá setti ég það hér.

Hitið nutella með því að setja krukkuna í vatnsbað eða örfáar sek í örbylgjuofn.

Setjið deigið í muffins form og eina teskeið af nutella ofaná. Notið prjón til að hræra 1-2 hringi í deiginu eftir að nutella er komið ofaná til að sameina það eilítið við deigið.

Bakið í 25-30 mínútur, eða þar til þær eru hættar að „dúa“ við snertingu. Einnig er hægt að miða við að þær séu fallnar eins og í mínu tilviki!  Kælið.

IMG_1521

Ef einhver sér í fljótu bragði hvað það er sem ég gerði sem olli því að þær féllu, þá má endilega koma því á framfæri 🙂 Mér dettu rhelst í hug að það hafi verið marsipanið en ég hef ekkert fyrir mér í því 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s