Eftirréttir

Rabbabara-jarðaberjabaka

Rabbabara-jarðaberjabaka

Einhvern tíman var ég að horfa á Opruh Winfrey þegar Cindy Crawford var gestur þáttarins og galdraði fram alveg ótrúlega girnilegt pæ, nánar tiltekið pæ með rabbabara og jarðarberjum. Hún sagði svo frá því að þetta væri uppáháldspæ mannsins hennar, hans Randy Gerber. Ég þurfti ekki frekari hvatningu, ef ríka og fallega fólkið væri svona sólgið í pæjið þá hlaut þetta augljóslega að vera eitthvað alveg stórfenglegt 😉

Allavega, þegar jarðaberjasísonið hófst í Svíþjóð eftir að við fluttum hingað fyrir 2 árum síðan þá fannst mér tilvalið að prófa blessaða bökuna og ég varð eiginlega að viðurkenna að ég var svolítið sammála honum Randy, þetta er svakalega gott pæ. Rabbabarinn passar sérlega vel með jarðaberjunum (sem eru auðvitað sjúklega góð í nánast hverju sem er!). Ég hef gert þetta pæ nokkrum sinnum síðan þá. Ég er ekki sérstaklega fær bökuskeljakona og það er svona aðeins misjafnt hvernig tekst til með skelina. Síðast þegar ég bakaði pæjið þá gekk mér afar illa að láta skelina haldast saman meðan ég flutti hana bæði yfir í formið. Það kom þó ekki að sök, ég tók bara bitana og flutti þá yfir í formið í nokkrum bútum enda breytist bragðið ekkert við það.

Hvað um það, ég mæli með að þið prófið þetta sumarlega pæ þegar rabbabaratímabilið hefst á Íslandi 🙂

Rabbabara-jarðaberjabaka

Rabbabara-jarðaberjabaka

Bökuskel:
340 gr (2 2/3 bollar) hveiti
1 tsk salt
165 ml (2/3 bolli) jurtaolía
90 ml köld mjólk

Fylling:
250 gr (1 ¼ bollar) plús 2 tsk sykur
40 gr (1/3 bolli) hveiti
¼ tsk múskat
¼ tsk kanill
5 dl þunnt sneiddur rabbabari
7,5 dl jarðarber, snyrt og skorin í helminga.
30 gr  smjör, skorið í litla bita
2 msk mjólk

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°c.

Bökuskelin:
Sigtið saman hveiti og salt í skál og blandið saman. Mælið olíuna út í aðra skál, bætið mjólkinni út í en ekki hræra saman við olíuna. Hellið vökvanum út í hveitið. Hrærið saman þar til deigið rétt helst saman (ekki vinna of mikið). Skiptið deiginu í tvennt og formið í tvær kúlur og fletjið aðeins út. Fletjið hvora kúlu út á milli tveggja arka af bökunarpappír þannig að skelin passi í pæ-form. Setjið fyrri bökubotninn ofan í pæ-formið og leggið hinn til hliðar.

Fyllingin
Blandið saman 250 gr. af sykri, hveitinu, múskati og kanil í stórri skál. Bætið rabbabara og jarðaberjum út í og blandið vel saman (þannig að ávextirnir séu alveg þaktir).

Setjið fyllinguna í bökubotninn og dreifið smjörinu ofan á. Setjið hinn bökubotninn ofan á og kreistið brúnirnar saman til að loka bökunni. Skerið nokkur göt í skelina, burstið hana með mjólkinni og dreifið sykrinum yfir hana. Bakið þar til skelin er orðin gullinbrún, um 50 mínútur. Látið kólna í 1 klst áður en bakan er borin fram (ok, ég myndi reyndar aldrei hafa þolinmæði í það 😉 )

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s