Um síðustu helgi fengum við góða gesti í mat og þegar svo er nýti ég yfirleitt tækifærið og prófa einhvern nýjan eftirrétt. Eiginmanninum finnst þetta misskemmtilegt, hann á sínar uppáháldskökur sem hann myndi helst vilja að ég gerði aftur og aftur (t.d. þessa sítrónukladdköku sem hann hættir ekki að tala um 😉 ) Allavega. Honum varð ekki… Halda áfram að lesa DÁSAMLEGT DAIM- OG SÚKKULAÐIPÆ
Tag: pæ
Massaríkaka (Marsípankaka)
Hafiði einhvern tíman sé þáttinn “The Great British Bake Off”? Það er til sænsk eftirherma: “Hela Sverige Bakar” sem gengur út á að heimabakarar (semsagt ekki atvinnufólk) keppir í bakstri – ég á reyndar oft erfitt með að horfa á þetta því ég verð svo ótrúlega stressuð þegar ég sé hvað þau þurfa að baka… Halda áfram að lesa Massaríkaka (Marsípankaka)
Banoffee pie
Mig er lengi búið að langa til að prófa að gera Banoffee Pie (fannst voða sniðugt þegar ég fattaði seint og um síðir (eða ok maðurinn minn sagði mér) að Banoffee er samsett úr orðunum banani og toffee…) og ég skil eiginlega ekki af hverju þetta tók mig svona langan tíma – þetta er sennilega… Halda áfram að lesa Banoffee pie
Rabbabara-jarðaberjabaka
Einhvern tíman var ég að horfa á Opruh Winfrey þegar Cindy Crawford var gestur þáttarins og galdraði fram alveg ótrúlega girnilegt pæ, nánar tiltekið pæ með rabbabara og jarðarberjum. Hún sagði svo frá því að þetta væri uppáháldspæ mannsins hennar, hans Randy Gerber. Ég þurfti ekki frekari hvatningu, ef ríka og fallega fólkið væri svona… Halda áfram að lesa Rabbabara-jarðaberjabaka
Hindberjabaka með marsípani og ferskjum
Ég elska allar tegundir af "mylsnu-bökum" og þegar ég rakst á þetta hindberjapæj í fyrsta Hembakat-blaðinu sem ég keypti þá var nokkuð ljóst að ég yrði að prófa. Ég væri líka að ljúga ef ég segði að marsípanið í bökuskelinni hefði ekki talað sérstaklega mikið til mín þegar ég las uppskriftina. Og til að vera… Halda áfram að lesa Hindberjabaka með marsípani og ferskjum
Tacobaka
Leitin að fjölbreytileikanum í hversdagsmatnum heldur áfram! Fyrirbæri sem kallast "tacobaka" virðist vera mjög vinsælt í Svíþjóð. Ég sé reyndar ekki alveg hvað er svona taco-legt við bökuna, fyrir utan tacokryddið sem maður setur út á hakkið en sama er. Ég ákvað að prófa þennan rétt sem ég hef oft séð uppskriftir að hér úti… Halda áfram að lesa Tacobaka