Eftirréttir · Pie

DÁSAMLEGT DAIM- OG SÚKKULAÐIPÆ

Um síðustu helgi fengum við góða gesti í mat  og þegar svo er nýti ég yfirleitt tækifærið og prófa einhvern nýjan eftirrétt. Eiginmanninum finnst þetta misskemmtilegt, hann á sínar uppáháldskökur sem hann myndi helst vilja að ég gerði aftur og aftur (t.d. þessa sítrónukladdköku sem hann hættir ekki að tala um 😉 ) Allavega. Honum varð ekki að ósk sinni í þetta skiptið fremur en önnur, ég var búin að finna í síðasta tölublaði Hembakat þessa ljúffengu súkkulaðikaramellutertu og  hún olli engum vonbrigðum enda algert nammi. Tilvalin um páskana fyrir þá sem langar í ljúffengt súkkulaði en langar ekki í dísætt páskaegg 🙂 

Daim- og súkkulaðipæ 

Ca 12 bitar 

Botn 

125 gr smjör 
¾ dl sykur 
2,5 dl hveiti 
3 dl haframjöl 
Salt á hnífsoddi 

Súkkulaðikaramella 

3 dl rjómi 
1 dl ljóst síróp 
2 dl sykur 
1 msk kakó 
½ tsk edik 
50 gr smjör
100 gr dökkt súkkulaði (í bitum) 

Til skrauts 

150 gr daim, hakkað 

Aðferð 

Ofninn stilltur á 200°c 

Botn 

Hrærið þurrefnunum saman og klípið smjörið saman við þar til deigið er orðið grófkorna. Það má líka setja öll innihaldsefninn í matvinnsluvél. Þrýstið deiginu í pæ-form eða springform (ca. 24 cm). Búið til deig-kant, ca. 2 cm háan. Bakið í u.þ.b. 20 mínútur og látið svo kólna. 

Súkkulaðikaramella 

Setjið rjóma, síróp, sykur og kakó í pott og látið suðuna komið upp. Látið malla þar til karamellan er orðin 120°c – ætti að taka 15 – 20 mínútur. Bætið þá edikinu út í og hrærið vel. Takið pottinn af hellunna og bætið smjöri og súkkulaði út og látið bráðna í karamellunni. Hrærið þar til karamellan er slétt og fín. 

Hellið karamellunni í bökuskelina. Látið kólna. Stráið daim-súkkulaðinu yfir og setjið í kæli og látið stífna alveg. Mjög gott að bera fram með rjóma 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s