Einfalt · Kökur · Vegan

Snickersbitar

Nú líður að páskafríi hér í Stokkhólmi. Þrátt fyrir margra ára búsetu hérna finnst mér alltaf jafn svekkjandi að skírdagur sé ekki almennur frídagur í Svíþjóð – í mínum huga eru páskarnir fimm daga helgi, og ég á erfitt með að venjast hinu 🙂 Við fjölskyldan ætlum að skella okkur í sænska stugu yfir páskana sem við erum búin að leigja okkur með vinum okkar – það verður spennandi að sjá hvernig hún verður. Mín reynsla er sú að sumarbústaðir í Svíþjóð sem eru til útleigu eru ekki alltaf af alveg sama standard og heima, enda fólk kannski mestmegnis úti yfir sumarmánuðina og minni áhersla lögð á innréttingar en á kalda Íslandi 🙂 

Hvað um það – hér kemur uppskrift að Snickersbitum sem ég hef séð út um allt á sænska internetinu, greinilega mikið vinsælir. Það eru til fjöldamargar útgáfur af þeim en ég ákvað að prófa þessa og verð að viðurkenna að þetta var óþarflega gott. Þetta er auðvitað bara hnetusmjörsútgáfa af rice krispies-bitum eða döðlugott og mjög skemmtileg til tilbreytingar. 

Ath að mjög auðvelt er að gera vegan-útgáfu af þessu gotteríi ! 

Snickersbitar 

350 gr hnetusmjör 
1 dl sykur 
2 dl síróp 
1 líter morgunkorn (kornflex eða rice krispies) 
1 dl kókos 
300 gr súkkulaði (vegan ef vill)

Setjið bökunarpappír í form ca. 20×30 cm. 

Setjið hnetusmjör, síróp og sykur saman í pott. Látið suðuna næstum koma upp á vægum hita. Hrærið í pottinum a fog til. 

Myljið morgunkornið aðeins. Takið pottinn af hitanum og hrærið morgunkornið út í hnetusmjörsblönduna ásamt kókosnum. 

Setjið í formið. Bræðið súkkulaðið og dreifið yfir kökuna. Látið kólna alveg áður en kakan er skorin í bita. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s