Eldrún varð 1 árs fyrir skemstu. Þar sem ég er þegar búin að setja inn uppskriftina sem ég nota alltaf til að gera afmæliskökur á þessu heimili, þá set ég inn uppskrift af hrískökum í staðinn 🙂 Hrískökur eru orðnar fastur lðiur í barnaafmælum á mörgum heimilum. Þær eru fljótlegar, góðar og vinsælar hjá yngrikynslóðinni.
Ég hef meira að segja séð „kransaköku“ gerða úr hrísköku, persónulega þá vil ég frekar hafa kransakökurnar úr marsipani ( en það er bara ég).
Hrískökur
60 gr smjörlíki
100 gr suðusúkkulaði
5 msk síróp
170-200 gr Rice Krispies
Bræðið smjörið og súkkulaðið í potti á lágum hita, hrærið sírópi saman við. Þegar allt er orðið uppleyst er Rice Krispies hrært saman við. Sett í muffins form eða það form sem á að nota, og sett í fristi eða ísskáp.
Ein athugasemd á “Hrískökur”