Eftirréttir · Kökur

Apríkósugljáð ávaxtabaka

Þegar ég spurði kæró hvaða köku hann vildi fá á þrítugsafmælinu sínu þá var bara eitt sem hann bað um. Hann gat ekki sagt mér nafn eða hvað væri í því heldur lýsti hann fyrir mér einhverjum svona míní bökum sem hann kynntist í Frakklandi þegar hann var þar á tölvuleikja ráðstefnu. Litlar bökur með glansandi ávöxtum og búðing inní. Google varð besti vinur minn næstu daga og á endanum fann ég þessa uppskrift og virtist hún vera sú einfaldast af þeim sem ég skoðaði, þó hún sé bara ekki einföld fyrir 5 aura. Hvað gerir maður ekki fyrir ástina sína sem neyðist til að halda uppá afmælið sitt fjarri vinum og vandamönnum.

IMG_0714

Kremfylling 
500 ml mjólk
1 tsk vanilludropar
2 eggjarauður
60g sykur
20g maísmjöl

Deig
250g ósaltað smjör, skorið niður í teninga
100g sykur
1 egg (við stofuhita)
360g hveiti

Ávextir
Þeir ávextir sem til eru á hverjum tíma 🙂
Til dæmis er hægt að nota:
niðursoðna mandarínubáta
Jarðaber
vínber
kíví
hindber
bláber
melónur
Því litríkara því fallegra 😉

Gljái
1/2 bolli apríkósu sulta
2 msk vatn

Aðferð

Kremfylling:
Klæðið skál eða bökunarmót með plastfilmu og leggið til hliðar.
Hellið 450 ml af mjólkinni í  pott með vanillu dropunum og hitað rólega yfir lágum hita. Notið þá 50 ml sem eftir eru af mjólkinni til að leysa upp maísmjölið. Létt þeytið saman eggjarauðuna, sykurinn og uppleysta maísmjölið í stórri skál. Hrærið smá af eggjablöndunni saman við volgu mjólkina og hrærið vel í. Hellið mjólkinni sem er í pottinum í skálina sem eggjablandan er í, og hrærið stöðugt á meðan. Hellið mjólkurblöndunni aftur í pottinn og hitið á miðlungshita, hrærið stöðugt í blöndunni þar til hún þykknar. Það ætti að taka ca 6 mínútur. Hrærið mjög vel í pottinum og passið að gleyma ekki að hræra upp jaðarinn á pottinum ;). Þegar kremið er orðið þykkt er því hellt yfir í skálina með plastfilmunni, setjið plastfilmu yfir skálina líka til að hindra að það myndist húð á kremið. Kælið í ísskáp.

Deigið:
Notið hendurnar eða matvinnsluvél til að blanda saman smjörinu og sykrinum. Sláið eggið í sundur og hrærið því saman við smjörblönduna. Setjið hveitð á borð og smjörblönduna þar ofaná. Notið fingurna til að blanda deigið. Mikilvægt er að nota léttar hryefingar til að bara rétt blanda deiginu saman. Ekki nota flata lófa eða hnefa og alls ekki hnoða deigið, bara blanda.

Hægt er að gera eina stóra böku eins og ég gerði eða 4 minni. Rúllið deginu upp, skiptið niður í 4 hluta ef á að gera 4 minni bökur, og hyljið með plastfilmu. Kælið í ísskáp í að minnsta kosti 20 min.

Hitið ofninn upp í 200C. Smyrjið formið/formin. Takið deigið úr ísskápnum og leggið á plastfilmu, leggið aðra ofan á og fletjið út nógu stórt til að þekja formið sem á að nota. Mikilvægt er að vera snöggur  að fletja út áður en deigið hitnar of mikið og verður erfitt að vinna með það. Færið deigið yfir í formið, það getur verið ágætt að nota jafnvel bara kökukeflið til þess. Þrýstið deiginu sérstaklega vel í kantana á forminu. Stingið göt í deigið með gaffli, leggið bökunarpappír á bökuna, og hellið ósoðnum hrísgrjónum ofan í formið (sjá hér). Gaffalgötin og hrísgrjónin koma í veg fyrir að deigið lyfti sér. Bakið í 12-15 mín. Kælið.

Núna er komið að því að gera apríkósugljáan.

Hitið saman aprikósu sultu og vatn í litlum poti. Hrærið vel þar til sultan er blönduð saman við vatnið. Sigtið gumsið frá og setjið vökvann aftur í pottinn. Hitið við vægann hita í u.þ.b. 5 mín til að vökvinn nái að þykkna aðeins. Leyfið gljáanum að kólna aðeins.

Skerið niður þá ávexti sem á að nota.

Hellið kremfyllingunni í bökuskelina, drekkhlaðið ávöxtunum ofan á kremið þar til það sést ekki lengur. Penslið ávextina með gljáaum.

Hyljið ef ekki á að borða bökuna strax, geymist í 12 klst í kæli.
IMG_0711

2 athugasemdir á “Apríkósugljáð ávaxtabaka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s