Pistasíumarsipankonfekt
50 gr pistasíuhnetur
150 gr gróft odense marsipan
2-3 tsk fínt rifin börkur af lime
4 msk lime safi
Hvítt súkkulaði* (sjá neðan fyrir veganskt súkkulaði)
Fínhakkið pistasíuhneturnar, takið svolítið af hnetum til hliðar.
Hrærið saman marsipaninu, limesafanum, börkinum og hnetunum. Hrærið þar til öll innihaldsefnin eru vel blönduð saman. Mótið 32 kúlur eða litla drumba.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og þekjið marsipanið, stráið hnetum ofan á og látið súkkulaðið stirðna.
*Hægt er að fá vegan hvítt súkkulaði í Heilsuhúsinu. Ef það er notað þá er gott að þekja marsipanið tvisvar.
