Eftirréttir · Jól · Vegan

Mjólkurlaust Ris a la mande (v)

Eitt af því erfiðasta við að hætta að borða dýraafurðir er að jólamaturinn er næstum ekkert nema dýraafurðir. Ég er rosalega vanaföst eins og kannski hefur komið fram áður, þannig að það var ekki um neitt annað að velja nema að finna út hvernig ég gæti gert uppáhalds eftirréttinn minn vegan 🙂
Það tók ekki langan tíma að komast að því kókosrjómi er fínn staðgengill fyrir rjóma. Við gerðum þessa útgáfu í fyrra og hún verður gerð aftur núna í ár.
IMG_0284

Ris a la Mande
fyrir 4
2.5 dl hrísgjón
2.5 dl  vatn
7.5 dl jurtamjólk (t.d. möndlumjólk)
Kókosrjómi
1 mandla
Grjónin og vatnið eru soðin saman. Bætið  mjólk saman við í nokkrum skömmtum og soðið saman rólega þar til grjónin eru mjúk. Mikilvægt er að hafa eins lítinn hita og hægt, rétt nóg til að viðhalda suðu án þess að grauturinn brenni við. Grauturinn er kældur yfir nótt. Setjið kókosdósina í ísskáp yfir nótt.

Kókosrjómi
1 dós Thai choice kókosmjólk
2 tsk flórsykur
1 tsk vanilludropar
Takið kókosdósina út úr ísskápnum. Mjólkin skilur sig í kuldanum, við notum bara hvíta kremaða hlutan. Setjið hvíta hlutann, vanilludropana og flórsykurinn í skál. Þeytið í 5 mínútur eða þar til kókosmjólkin er eins og rjómi í áferð.
Blandið saman kókosrjómanum saman við grautinn áður en hann er borinn fram. Best er að taka smá af rjómanum og blanda vel saman við grautinn (svona til að mýkja hann upp). Blanda svo afganginum af rjómanum saman við. Mandla er sett í eina skál og hulinn með graut (eða sett út í grautarskálina og hrært vel í ef maður vill vera alvöru, en það er kannski ekki raunhæft á heimilum þar sem grautarskálin er ekki tæmd alveg?).

Sósa
200 ml hindberjasaft
200 ml vatn
200 gr hindberjasulta
2 msk kartöflumjöl útí 1 dl af vatni
Saft, vatn og sulta eru sett í pott og hituð að suðu. Kartöflumjöli og vatni hrært saman og sett út í sósuna, til að þykkja að vild. Best er að setja bara lítið kartöflumjöl í einu og ná upp suðu á milli til að sjá hversu þykk sósan verður í raun.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s