Smákökur með ristuðum pekanhnetum og sjávarsalti
Gerir ca. 25 stórar og þykkar kökur
200 gr pekanhnetur, hakkaðar
230 gr smjör
100 gr sykur
200 gr púðursykur (dökkur eða ljós)
2 stór egg
2 tsk vanilludropar
310 gr hveiti
1 tsk matarsódi
½ salt
Sjávarsalt (ofan á kökurnar)
Ristið hneturnar í 150°c heitum ofni, hakkaðar, í ca 15 mínútur. Snúið hnetunum 2 – 3 á meðan.
Hrærið smjör og sykur ásamt púðursykri þar til létt og ljóst. Bætið eggjunum í einu í einu og hrærið vel á milli. Bætið vanilludropunum við og hrærið. Í annarri skál blandið saman hveiti, matarsóda og salti. Bætið þessu út í sykurhræruna og hrærið þar til blandað. Bætið pekanhnetunum út í og hrærið í ca. 10 sekúndur. Kælið deigið ca. 2 klst.
Stillið ofninn á 175°c. Notið ca. 1 msk af deigi og rúllið í kúlu. Setjið á ofnskúffu. Þegar þær eru búnar að bakast er mjög gott að strá örlitlu sjávarsalti ofan á kökurnar.
Bakið kökurnar í 11 – 12 mínútur (1 – 2 mín lengur ef þið viljið hafa þær stökkar).
Uppskrift fengin héðan