Jól · Smákökur

Smákökur með ristuðum pekanhnetum og sjávarsalti

Smákökur með ristuðum pekanhnetum og sjávarsalti 

Gerir ca. 25 stórar  og þykkar kökur 

200 gr pekanhnetur, hakkaðar 
230 gr smjör 
100 gr sykur 
200 gr púðursykur (dökkur eða ljós) 
2 stór egg 
2 tsk vanilludropar 
310 gr hveiti 
1 tsk matarsódi 
½ salt 
Sjávarsalt (ofan á kökurnar) 

Ristið hneturnar í 150°c heitum ofni, hakkaðar, í ca 15 mínútur. Snúið hnetunum 2 – 3 á meðan. 

Hrærið smjör og sykur ásamt púðursykri þar til létt og ljóst. Bætið eggjunum í einu í einu og hrærið vel á milli. Bætið vanilludropunum við og hrærið. Í annarri skál blandið saman hveiti, matarsóda og salti. Bætið þessu út í sykurhræruna og hrærið þar til blandað. Bætið pekanhnetunum út í og hrærið í ca. 10 sekúndur. Kælið deigið ca. 2 klst. 

Stillið ofninn á 175°c. Notið ca. 1 msk af deigi og rúllið í kúlu. Setjið á ofnskúffu. Þegar þær eru búnar að bakast er mjög gott að strá örlitlu sjávarsalti ofan á kökurnar. 

Bakið kökurnar í 11 – 12 mínútur (1 – 2 mín lengur ef þið viljið hafa þær stökkar). 

Uppskrift fengin héðan 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s