Jól · Smákökur

Súkkulaðismákökur (Chocolate crinkles)

Þetta eru sennilega fallegustu smákökur sem ég hef bakað og ótrúlega jólalegar. Það er mikill sykur í þeim og ég minnkaði magnið aðeins frá því sem er í uppskriftinni að neðan, eflaust mætti minnka það enn meira. Að lokum mæli ég með því að kökurnar séu bakaðar minna en meira, þá verða þær mjúkseigar (chewy) 🙂 

Súkkulaðismákökur (Chocolate crinkles) 

Gerir u.þ.b. 60 smákökur 

2,5 dl kakóduft 
5 dl sykur 
1,25 dl matarolía 
4 egg 
2 tsk vanilludropar 
5 dl hveiti 
2 tsk lyftiduft 
½ tsk salt 

1,5 dl flórsykur 

Blandið saman í skál kakói, sykri og olíu. Hrærið eggjunum saman við, einuí einu og bætið svo vanilludropunum við. Blandið saman hveitinu, lyftiduftinu og saltinu og hrærið út sykurhræruna. Setjið plastfilmu yfir deigið og kælið í nokkra klst. 

Setjið ofninn á 175°c. Rúllið deiginu í litlar kúlur (ekki pínulitlar þó). Rúllið hverri kúlu upp úr flórsykri og setjið svo á ofnskúffu. Bakið í 10 – 12 mínútur. 

Uppskrift fengin héðan 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s