Jól · Konfekt

Piparköku- og marsipantrufflur

Ég gerði þessar ljúffengu piparköku- og marsípantrufflur um daginn. Var ég nokkuð búin að segja ykkur að Svíar eru svoldið trylltir í allt piparköku-eitthvað þegar nær dregur jólum? Ég virðist hafa smitast allsvakalega af þessari veiki núna og gat ekki staðist þetta kombó, piparkökur og marsípan. Ég meina í alvöru talað – hvernig getur þetta ekki verið gott? Við vorum allavega frekar fljót að klára þetta 😉

Piparköku- og marsipantrufflur
75 gr piparkökur (ca 12 st)
100 gr odense marsípan
3 msk mjúkt smjör
1 msk koníak (ef vill)
200 gr hvítt súkkulaði

Myljið piparkökurnar alveg.
Rífið marsípanið niður.
Blandið saman við piparkökurnar, smjörið og koníakið.
Búið til litlar kúlur úr deiginu, ca. 15 stykki.
Bræðið súkkulaðið og dýfið kúlunum í það.
Skreytið með muldum piparkökum.
Geymið í kæli.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s