Ég tók mig til í síðustu viku og gróðursetti rabbabara út í garði en það verður víst dálítið löng bið á uppskeru frá honum (minnst eitt ár) þannig að við verðum að láta okkur hafa að kaupa hann út í búð. Sem betur fer er komið sumar og framboðið á rabbabara í búðum er mikið… Halda áfram að lesa Einfalt rabbabarapæ (v)
Tag: rabbabarakaka
Rabbabarabaka fyrir lata
Ég á ekki heiðurinn af þessari nafngift uppskriftar dagsins heldur höfundur uppskriftaheftisins sem ég fann hana í , svo það sé á hreinu 😉 Sem yfirlýstur letibakari (allt sem lítur út fyrir að vera fljótlegt í bakstri höfðar afskaplega vel til mín) þá fannst mér aftur á móti tilvalið að prófa uppskriftina. Uppskriftin lofaði því… Halda áfram að lesa Rabbabarabaka fyrir lata