Við fengum vini í mat um síðustu helgi og buðum upp á líbanskt meze-hlaðborð (meira um það seinna). Þar sem smáréttahlaðborðið tók frekar langan tíma í undirbúningi ákvað ég að hafa mjög fljótlegan eftirrétt og fann þá þessa girnilegu sítrónukladdköku á heimasíðu Hembakat. Eins og allar aðrar kladdkökur var hún svakalega fljótleg og aldrei þessu… Halda áfram að lesa Sítrónukladdkaka
Tag: sítróna
Sítrónukaka
Við fjölskyldan skelltum okkur í stutta ferjusiglingu til Finnlands núna í vetrarleyfinu og áttum í gær nokkrar klukkustundir í þessari fallegu borg. Við komum svo aftur heim núna í morgun og vorum ansi þreytt, sum barnanna ákváðu nefnilega að fá hita í gærkveldi og það gerði það að verkum að svefninn í nótt var ekkert… Halda áfram að lesa Sítrónukaka
Sítrónu cupcake með sítrónukremi
Ég ættlaði að fara í allt í köku þegar ég fór til Reykjavíkur fyrir jól. Það varð ekkert úr því vegna tímaleysis og ég setti það á ís að kaupa sprautustútinn sem mig er búið að langa í í nokkra mánuði. Það kom að lokum að því að ég gat bara ekki beðið lengur og hringdi… Halda áfram að lesa Sítrónu cupcake með sítrónukremi
Marsípan- og sítrónusnúðar
Miðað við að ég gaf mér og systur minni einhvern tíman viðurnefnið 'snúðasystur' þá hef ég ekki verið sérlega dugleg að prófa nýjar snúðauppskriftir í vetur. Þá sem hér fylgir á eftir prófaði ég um páskana (sem skýrir gulu páskaliljurnar) - semsagt, enn ein uppskrift sem ég hafði ekki alveg tíma til að koma á… Halda áfram að lesa Marsípan- og sítrónusnúðar
Sítrónubollu-brauð
Ég bakaði þetta sítrónubollu-brauð um síðustu helgi, eða hvað á maður annars að kalla svona brauð-bollu samsetningu? Maður kallar auðvitað svona gerbakstur meira snúða en bollur á Íslandi, ég er kannski farin að rugla sænskunni fullmikið saman við íslenskuna? Hvað um það - það fatta örugglega allir hvað ég á við 🙂 Hvað um það,… Halda áfram að lesa Sítrónubollu-brauð
Hindberja sítrónu muffins
Betri helmingurinn kláraði fyrsta árið í mastersnáminu í júní og í tilefni þess bauð hann bekknum sínum í grillpartí. Fullkomið tækifæri fyrir mig til að prufa einhverja létta og sumarlega uppskrift 😉 Þessa fann ég á einu af uppáhalds kökubloggunum mínum. Hún stóð alveg undir nafni og var mjög létt og sumarleg 🙂 Muffins 2… Halda áfram að lesa Hindberja sítrónu muffins
Grískt salat
Þá er nýja árið gengið í gang og ekki seinna vænna en að drífa í því að byrja að efla áramótaheitin. Ég held nefnilega að ég hafi sagst ætla að setja a) hollari uppskriftir og b) fleiri mataruppskriftir inn á bloggið og þessi uppskrift uppfyllir hvoru tveggja. Ég og Binni borðuðum þetta salat milli jóla… Halda áfram að lesa Grískt salat