Brauð og bollur · Gerbakstur

Sítrónubollu-brauð

Sítrónubrauð

Ég bakaði þetta sítrónubollu-brauð um síðustu helgi, eða hvað á maður annars að kalla svona brauð-bollu samsetningu? Maður kallar auðvitað svona gerbakstur meira snúða en bollur á Íslandi, ég er kannski farin að rugla sænskunni fullmikið saman við íslenskuna? Hvað um það – það fatta örugglega allir hvað ég á við 🙂

Sítrónubrauð

Hvað um það, þetta var einfalt (myndi ekki ganga svo langt að kalla þetta fljótlegt samt) og æðislega gott. Ég gerði eina og hálfa uppskrift til að geta sett í venjulega ofnskúffu og átti nóg til að stinga í frysti og kjamsa svo á í gær á ritgerðarskrifa/frídeginum mínum 🙂

Sítrónubrauð

Sítrónubollu-brauð

Fylling

75 g smjör, við stofuhita
100 gr rjómaostur
1,5 dl flórsykur
1 msk vanillusykur
Rifinn börkur af 1 sítrónu

Deigið

2,5 tsk þurrger (25 gr ferskt ger)
3 dl mjólk
75 gr smjör, við stofuhita
½ dl sykur
Salt á hnífsoddi
7 – 8 dl hveiti

Aðferð

Fylling: Hrærið öll hráefnin í fyllinguna saman. Setjið litlar kúlur, ca 40, á disk og setjið í frysti í u.þ.b. klst.

Deig: Hrærið þurrgerinu og sykrinum út í hveitið ásamt saltinu. Bætið smjörinu og mjólkinni út í hnoðið vel. Látið hefa sig undir viskastykki í u.þ.b. 40 mínútur.

Setjið deigið í smurða ofnskúffu (u.þ.b. 29 x 32 cm stóra). Notið hendurnar til að þrýsta deiginu jafnt í skúffuna. Látið hefa sig í u.þ.b. 30 mínútur undir viskastykki.

Stillið ofninn 200°c. Gerið u.þ.b. 40 holur í deigið með fingrunum og setjið frysta kúlu í hverja holu.

Penslið deigið með eggi (sem er búið að slá í sundur). Ef þið eigið perlusykur þá stráið þið ríflega af honum yfir (ég held hann fáist ekki heima þannig að það má alveg sleppa honum). Bakið í miðjum ofni í 18 – 25 mínútur. Leyfið brauðkökunni að kólna aðeins og skerið síðan í bita.

40 litlar kúlur, ég notaði teskeið til að búa til kúlur sem voru sennilega eins og hálf tsk að stærð hver.
40 litlar kúlur, ég notaði teskeið til að búa til kúlur sem voru sennilega eins og hálf tsk að stærð hver.
Búin að þrýsta puttunum í deigið, bara eftir að stinga litlu kúlunum í deigið og baka :)
Búin að þrýsta puttunum í deigið, bara eftir að stinga litlu kúlunum í deigið og baka 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s