Kökur

Ostakakan hennar mömmu

Þetta er ostakakan sem ég ólst upp við, en þegar ég var yngri hafði ég engan áhuga á þessu ljúfmeti. Í dag finnst mér hún æðisleg – súper fljótleg, þægileg og rosalega góð.

IMG_4454

Ostakaka alla mamma

150 gr Haust kex eða Digestive kex
125 gr mjúkt smjör
250 ml rjómi
100 gr flórsykur
150 gr rjómaostur
ca 2 dl sulta að eigin vali

Myljið niður kexið, blandið saman smjörinu og kexinu. Þjappið mylsnunni í botninn á springformi.
Rjómaosti og flórsykri hrært saman, rjóminn þeyttur og blandað saman við rjómaostinn.
Rjómablandan sett ofan á kexið og sett í frysti.
Tekið út 1-2 tímum áður en á að borða kökuna og sulta að eigin vali sett ofaná 🙂

Ég notaði 18 cm form þannig að botninn og rjómablandan er aðeins þykkari en ef ég hefði notað standard 24 cm form.

IMG_4456

2 athugasemdir á “Ostakakan hennar mömmu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s