Smákökur

Seigir karamellu-hafrabitar

Þegar maður er í fæðingarorlofi með ungabarn sem sefur óreglulega er maður svoldið bundinn að því að baka eitthvað sem er einfalt og fljótlegt. Þessi uppskrift uppfyllir þær kröfur mjög vel 🙂

IMG_4433

Seigir karamellu-hafrabitar

5 dl hafrar
2,5 dl hveiti
2,5 dl sykur
1,5 tsk lyftiduft
3/4 dl síróp
125 gr smjör, bráðið
1 egg

25 gr súkkulaði til að skreyta með

Hitið ofninn í 180°c
Blandið saman öllum þurrefnunum, hrærið sírópi, egginu og smjörinu saman við þurrefnablönduna. Setjið bökunarpappír í bökunarform sem er ca 20×20 cm. Setjið deigið í.  Bakið í 15-20 min eða þar til kakan er gyllt að lit. Látið kökuna kólna aðeins áður en hún er skorin í litla teninga. Dreifið súkkulaði yfir kökuna.

IMG_4419

Ég setti kökuna í eldfast mót, það voru mistök hjá mér þar sem kakan var ennþá hrá að neðan þegar tíminn var búinn. Ég tók kökuna og setti á ofnskúffu og bakaði svolítið lengur. Ég mæli þ.a.l. frekar með því að nota þunnt bökunarmót 🙂

2 athugasemdir á “Seigir karamellu-hafrabitar

  1. eigum við eitthvað að ræða það hvað þetta er gott?? bakaði fyrir helgi, sleppti reyndar súkkulaðinu ofaná en bræddi í staðinn rjómakúlur (með smá mjólk) og dreifði yfir…….. í stuttu máli þá urðu allir á heimilinu (og gestir) ástfangnir af þessari köku 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s