Ég gerði aðra tilraun við ávaxta tart 🙂
Halli er mikill áhugamaður um þessar kökur og finnst fátt betra 🙂 Hann átti afmæli og því tilvalið að gleðja hann.
Ég byðst forláts á myndunum og draslinu sem er á þeim, þær voru teknar bara fyrir mig á síman minn þar sem það var ekki planið að setja þetta hérna inn.
Ég notaði nýja uppskrift núna, hún heitir Nonna´s fruit tart og bara það að Nonna (amma á ítölsku) sé viðriðin kökuna gefur henni ákveðinn gæðastimpil. Með upprunalegu uppskriftinni fylgir youtube video, Laura tekur upp allar uppskriftirnar og er með youtube matreiðsluþætti. Í þessum þætti er amma hennar með henni, hún minnir mikið á mína Nonnu sem ég átti þegar ég var skiptinemi á Ítalíu.
Ávaxta Tart
Krem
2,5 bollar af mjólk 3%
1/4 bolli hveiti
1/4 bolli sykur
2 eggjarauður
rifinn börkur af 1/2 sítrónu
1 tsk vanilludropar
salt á hnífsoddi
Skel
2,5 bollar hveiti
1/4 bolli sykur
1,5 tsk rifinn sítrónubörkur
1/4 tsk salt
1 tsk vanilludropar
1/2 tsk lyftiduft
1 bolli smjör, mjúkt
2 egg
Gljái
1/2 bolli apríkósu sulta
2 msk vatn
Ávextir að eigin vali
Til að útbúa kremið eru öll hráefni sett í pott og þeim blandað saman. Kveikið undir pottinum a miðlungshita og hrærið í pottinum þar til kremið þykknar. Hellið kreminu í gegnum sikti í skál. Hyljið kremið með plastfilmu og passið að plastið komi við kremið til að ekki myndist húð á kreminu. Gott er að kæla kremið í ísskáp.
Kveikið á ofninum á 190°. Til að gera botninn eru öll hráefnin nema eggin sett í hærivélarskál og hnoðað saman. Bætið svo eggjunum við og hnoðið þar til degið er mjúkt og meðfærilegt. Það getur verið að það þurfi að setja meira hveiti, þar fer svoldið eftir hveitinu, rakastiginu í loftinu, og vijla bökunarandanna þann daginn.
Smyrjið tvö lausbotna form. Skiptið deginu í tvo hluta og fletjið út og degið á að vera ca 0,5 cm á þykkt. Sejið degið í formin Hérna mæli ég með því að þið skoðið videoið á mínotu 11:48 til að sjá hvernig er best að setja degið í formið. Fjarlagið auka deig og stingið nokkrum sinnum í degið með gafli.
Bakið í 15-20 min eða þar til botninn er gyltur og leyfið honum að kólna alveg. Ég setti annan botninn inn og hann lak aðeins niður með hliðunum, þá setti ég hinn botinn inní ísskáp á meðan fyrri botninn bakaðist og það hjálpaði til við að seinni botninn héldi réttu lagi.
Í uppsskriftinni hjá Lauru er notað Tortagel en ég hef ekki séð það neinstaðar þannig að ég hef notað aprikósumarmeðlaði í staðinn.
Hitið aprikósumarmelaði og vatnið, siktið frá kekkina og hitið áfram þar til marmelaðið þykknar smá. Leyfið marmelaðinu að kólna aðeins.
Skiptið kreminu á milli botnanna og raðið ávöxtum ofaná. Penslið með marmelaðinu og setið í kæli þar til marmelaðið er stífnað. Það er ekki nauðsynlegt að pensla með marmelaðinu þegar borða á kökuna strax.



Ávaxtatart
Krem
2,5 bollar af mjólk 3%
1/4 bolli hveiti
1/4 bolli sykur
2 eggjarauður
rifinn börkur af 1/2 sítrónu
1 tsk vanilludropar
salt á hnífsoddi
Skel
2,5 bollar hveiti
1/4 bolli sykur
1,5 tsk rifinn sítrónubörkur
1/4 tsk salt
1 tsk vanilludropar
1/2 tsk lyftiduft
1 bolli smjör, mjúkt
2 egg
Gljái
1/2 bolli apríkósu sulta
2 msk vatn
Ávextir að eigin vali
Aðferð:
Til að útbúa kremið eru öll hráefni sett í pott og þeim blandað saman. Kveikið undir pottinum a miðlungshita og hrærið í pottinum þar til kremið þykknar. Hellið kreminu í gegnum sikti í skál. Hyljið kremið með plastfilmu og passið að plastið komi við kremið til að ekki myndist húð á kreminu. Gott er að kæla kremið í ísskáp.
Kveikið á ofninum á 190°. Til að gera botninn eru öll hráefnin nema eggin sett í hærivélarskál og hnoðað saman. Bætið svo eggjunum við og hnoðið þar til degið er mjúkt og meðfærilegt. Það getur verið að það þurfi að setja meira hveiti, þar fer svoldið eftir hveitinu, rakastiginu í loftinu, og vijla bökunarandanna þann daginn.
Smyrjið tvö lausbotna form. Skiptið deginu í tvo hluta og fletjið út og degið á að vera ca 0,5 cm á þykkt. Sejið degið í formin Hérna mæli ég með því að þið skoðið videoið á mínotu 11:48 til að sjá hvernig er best að setja degið í formið. Fjarlagið auka deig og stingið nokkrum sinnum í degið með gafli.
Bakið í 15-20 min eða þar til botninn er gyltur og leyfið honum að kólna alveg. Ég setti annan botninn inn og hann lak aðeins niður með hliðunum, þá setti ég hinn botinn inní ísskáp á meðan fyrri botninn bakaðist og það hjálpaði til við að seinni botninn héldi réttu lagi.
Í uppsskriftinni hjá Lauru er notað Tortagel en ég hef ekki séð það neinstaðar þannig að ég hef notað aprikósumarmeðlaði í staðinn.
Hitið aprikósumarmelaði og vatnið, siktið frá kekkina og hitið áfram þar til marmelaðið þykknar smá. Leyfið marmelaðinu að kólna aðeins.
Skiptið kreminu á milli botnanna og raðið ávöxtum ofaná. Penslið með marmelaðinu og setið í kæli þar til marmelaðið er stífnað. Það er ekki nauðsynlegt að pensla með marmelaðinu þegar borða á kökuna strax.