Sumar kökur veit ég bara að mér muni finnast góðar um leið og ég sé uppskriftina. Þessi kaka er gott dæmi um það. Það var orðið talsvert langt síðan ég hafði bakað upp úr hembakast svo ég ákvað síðasta sunnudag að finna eitthvað girnilegt til að prófa. Og ég meina, hvernig getur svona uppskrift klikkað? Svambotn, örlítið súr hindber og kókosteppi ofan á? Alveg ekta sunnudags-kaffikaka skal ég segja ykkur (svona fyrir mig og eiginmanninn allavega, dregnirnr fúlsuðu fullkomlega við þessum „ávöxtum“ sem voru í henni!).
Hindberjakaka með kókos Ca. 10 bitar
Botn 100 g smjör 3 egg 2 dl sykur 3 dl hveiti 1 tsk lyftiduft
Kókosmylsna 50 gr smjör (við stofuhita) 3 msk strásykur 1 tsk vanillusykur 1 egg 3 dl kókosmjöl 3 msk hveiti ½ tsk lyftiduft Fylling 3 dl fryst hindber Aðferð Stillið ofninn á 175°c. Bræðið smjörið og látið það kólna aðeins. Botn: Þeytið egg og sykur þar til létt og ljóst. Hrærið smjörið út í. Blandið hveiti og lyftidufti saman í annarri skál. Siktið hveitiblönduna út í eggjablönduna. Kókosmylsna: Þeytið vel saman smjör, sykur og vanillusykur. Blandið saman, í annarri skál, hveiti, kókos og lyftidufti. Blandið saman við smjör og sykurblönduna. Hellið deiginum fyrir botninn í smurt hringlaga smelluform, ca. 24 cm. í þvermál. Stráið hindberjunum yfir botninn. Klípið kókosmylsnuna að lokum yfir. Bakið í neðri hluta ofnsins í 45 – 50 mínútur. Gott er að setja álpappír yfir kökuna ef hún fer að brúnast of mikið undir lok bökunartímans. Athugið með prjóni hvort að kakan sé tilbúin áður en þið takið hana út. Látið kólna. Berið fram með t.d. þeyttum rjóma.