Við fjölskyldan skelltum okkur í stutta ferjusiglingu til Finnlands núna í vetrarleyfinu og áttum í gær nokkrar klukkustundir í þessari fallegu borg. Við komum svo aftur heim núna í morgun og vorum ansi þreytt, sum barnanna ákváðu nefnilega að fá hita í gærkveldi og það gerði það að verkum að svefninn í nótt var ekkert… Halda áfram að lesa Sítrónukaka
Tag: kaffikaka
Hindberjakaka með kókos
Sumar kökur veit ég bara að mér muni finnast góðar um leið og ég sé uppskriftina. Þessi kaka er gott dæmi um það. Það var orðið talsvert langt síðan ég hafði bakað upp úr hembakast svo ég ákvað síðasta sunnudag að finna eitthvað girnilegt til að prófa. Og ég meina, hvernig getur svona uppskrift klikkað?… Halda áfram að lesa Hindberjakaka með kókos
Graskers-kaffikaka með pekanhnetumylsnu
Stundum er það þannig að kona er ekki alveg raunsæ hvað varðar þau verkefni sem hún heldur að hún nái að leysa. Eftir að hafa verið heimavinnandi í tvö ár ákvað ég að skella mér í mastersnám við Stokkhólmsháskóla nú í haust. Óvænt bauðst mér svo vinna tengd faginu líka þannig að allt í einu… Halda áfram að lesa Graskers-kaffikaka með pekanhnetumylsnu
Kanilsnúðakaka
Eflaust eru einhverjir sem bara dæsa þegar þeir sjá enn eina "kanil-eitthvað" uppskrift frá mér. Ég ræð bara ekki við mig, mér finnst þessi samsetning yfirnáttúrulega góð og þegar ég sé eitthvað nýtt á þessum nótum verð ég nánast alltaf að prófa 🙂 Þessi kaka var framar öllum væntingum (enda nóg af sykri og gúmmelaði… Halda áfram að lesa Kanilsnúðakaka