Kökur

Graskers-kaffikaka með pekanhnetumylsnu

Graskerskaffikaka með pekanhnetumylsnu

Stundum er það þannig að kona er ekki alveg raunsæ hvað varðar þau verkefni sem hún heldur að hún nái að leysa. Eftir að hafa verið heimavinnandi í tvö ár ákvað ég að skella mér í mastersnám við Stokkhólmsháskóla nú í haust. Óvænt bauðst mér svo vinna tengd faginu líka þannig að allt í einu er ég farin frá því að hafa allan tíma í heiminum til að baka og dúlla mér í eldhúsinu til þess að þurfa skammta tímann ansi naumt milli þeirra verkefna sem mér þykja skemmtilegust (bakstur fellur klárlega undir það!). Bloggið heldur samt áfram enda finnst mér mjög skemmtilegt að halda utan um allan baksturinn, þó ekki væri nema til að fletta því sjálf sem ég hef verið að bardúsa, tíminn er kannski bara aðeins minni fram að jólum en ég hafði áður 😀

Hur som helst, eins og Svíarnir segja, á boðstólnum í dag er graskerskaka. Eins og ég hef oft minnst á skoða ég næstum asnalega mikið af amerískum bloggum og á haustin fara graskersuppskriftir að hrúgast inn. Ég er sennilega of löt til að hafa nennt að búa til graskersmauk sjálf en í einni búðinni hér á Lidingö er smá amerísk hilla (það er alls ekki sjálfsagt að finna neinar amerískar matvörur í Svíþjóð skal ég segja ykkur) og þar má finna risadósir með niðursoðnu graskeri. Engin afsökun lengur til að prófa ekki eitthvað af þessum ótrúlega girnilegu uppskriftum sem ég er sífellt að hnjóta um! Fyrsta uppskriftin sem ég ákvað að prófa (þetta var risadós, ég verð að baka meira til að klára úr henni 😉 ) var kaffikaka með pekanhnetumylsnu og já, hún var alveg einstaklega góð. Segja má að haustið hafa bara mætt með kökunni, hún er einhvern vegin þannig 😀 Ég hef reyndar bakað svipaða köku áður en hún var bara svona venjuleg kaffikaka, ef þið viljið prófa en nennið ekki þessu graskersstússi mæli ég alveg með henni líka 😉

Graskerskaffikaka með pekanhnetumylsnu

 

Graskers-kaffikaka með pekanhnetumylsnu

Mylsna
45 gr hveiti
110 gr púðursykur
1 tsk kanill
85 gr smjör, kalt og skorið í litla bita.
2,5 dl pekanhnetur (eða valhnetur), saxaðar og ristaðar

Deig
195 gr hveiti
2 tsk lyfitduft
1/2 tsk matarsódi
2 tsk kanill
1 tsk engifer (malaður)
1/4 tsk múskat
1/2 tsk salt
112 gr smjör
220 gr púðursykur sykur
2 egg
1,25 dl graskersmauk (pumkin purée)*
1,25 dl sýrður rjómi

Glassúr
1,25 dl flórsykur
1 msk mjólk
1/2 tsk vanilludropar

Ofninn hitaður í 175 gr og springform smurt vel.

Mylsna
Blandið öllum þurrefnum saman, bætið smjörinu út í og blandið vel saman með fingrunum þannig að þetta verði að nokkuð fíngerðri mylsnu. Blandið hnetunum saman við og leggið til hliðar.

Deig
Blandið þurrefnum saman í skál og setjið til hliðar. Þeytið smjör og egg vel saman, setjið eggin út í eitt í einu og skafið niður hliðarnar á skálinni á milli. Bætið graskerinu og sýrða rjómanum út í. Bætið hveitiblöndunni út í og hrærið þar til blandað saman.

Setjið helminginn af deiginu í formið og stráið helmingnum af mylsnunni yfir. Setjið restina af deiginu yfir og dreifið vel úr. Setjið að lokum afganginn af mylsnunni yfir. Bakið í 50 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn upp úr kökunni.

Glassúr
Blandið öllu saman, bætið við vökva eftir því hversu þykkan þið viljað hafa glassúrinn. Þegar kakan er tilbúin er best að láta hana kólna í ca. 15 mínútur áður en glassúrinn er settur á.

Njótið 🙂

*Ef það er ekki til graskersmauk út í búð má kaupa venjulegt grasker, sjóða og mauka sjálfur  – google er með fullt af leiðbeiningum um það 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s