Brauð og bollur · Gerbakstur

Hafrabollur

Hafrabollur
Ég er örugglega ekki ein um það að hlakka til helgarinnar á þessum föstudagseftirmiðdegi. Eitt af því sem ég geri mjög gjarnan um helgar er að baka morgunverðarbollur og prófa þá oft nýjar uppskriftir. Þetta er náttúrulega einhvers konar veiki að þurfa alltaf að vera prófa eitthvað nýtt – og íhaldssamari meðlimir fjölskyldunnar þurfa stundum að „grát“biðja mig um að baka eitthvað gamalt, uppáhálds 🙂

Þessar bollur prófaði ég fyrir e-m mánuðum síðan og hef bakað þær nokkrum sinnum síðan, mér fannst þær afar vel heppnaðar. Ég hef prófað að nota heilhveiti í þær að stórum hluta og fannst það koma vel út líka en gef upphaflegu uppskriftina hér, það má svo alltaf prófa sig áfram með aðrar mjöltegundir!

hafrabollur

Hafrabollur
ca 16 st

5 dl volgt vatn
50 g ferskt ger/ 5 tsk þurrger
3 msk olía
1 msk síróp
3 dl haframjöl
1,5 tsk salt
ca 10 dl hveiti

Blandið saman salti, sírópi og volga vatninu (og leysið ferska gerið upp í því ef þið notið slíkt). Bætið olíu og höfrum út í og blandið saman. Blandið þurrgerinu saman við hveitið og hrærið vel. Setjið vökvann út í hveitið og hnoðið vel, bætið við hveiti eftir þörfum.

Látið hefast undir viskastykki í 30 mínútur. Búið svo til u.þ.b. 16 bollur, setjið þær á bökunarplötu, klæddar með bökunarpappír. Látið hefa sig aftur í 30 mínútur undir viskastykki. Penslið með vatni, stráið dálitlum höfrum yfir bollurnar og bakið í miðjum ofni við 225°c, í ca. 10 – 12 mínútur.

Ein athugasemd á “Hafrabollur

  1. Geggjað góðar þessar, setti múslí 1 dl. í stað haframjölsins og það var mjög gott.. Frábært að hafa þessa síðu ykkar 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s