Eftirréttir

Einföld súkkulaðimús

 

Súkkulaðimús

Fyrir einhverju síðan fékk ég alveg sjúklega löngun í súkkulaðimús. Ég er eiginlega enginn brjálaður súkkulaðiaðdáandi, í það minnsta ekki á sama hátt og margir aðrir sem ég þekki, þannig að ég er ekki vön að fá svona sterka löngun í súkkulaðitengt gotterí. Það var allavega ekkert annað til ráðan en að leggjast í dálítið gúggl og reyna að finna einhverja uppskrift sem væri a) einföld og b) liti út fyrir að geta alls ekki klikkað!

Ég fann þessa líka ljómandi góðu uppskrift í hinu ástralska Taste (finn reyndar merkilega oft girnilegar bakstursuppskriftir þar þegar ég gúggla! ) og hún virkaði nógu vesenislaus á mig svo að ég ákvað að prófa hana. Og ég varð hreint ekki fyrir vonbrigðum – mér fannst hún mjög góð, allvega nógu góð til að ég gerði hana aftur í dag!

Súkkulaðimús

Þegar ég bjó músina til í fyrra skiptið þá klaufaðist ég aðeins og súkkulaðið hljóp aðeins í kekki í músinni. Það var samt næstum því bara betra, voru svona litlir súkkulaðibitar í henni hér og þar. Ég las í kommentum við uppskriftina að margir hafa lent í þessu þannig að ekki láta ykkur bregða ef það skildi gerast hjá ykkur, hún verður ekkert verri fyrir vikið. Í seinna skiptið þá setti ég súkkulaðið út í eggjablönduna meðan hrærivélin var enn í gangi og þá varð músin alveg slétt. Ég sleppti líka kakóinu í fyrra skiptið (okei, ég skal viðurkenna að ég gleymdi að setja það út í!) og þá varð súkkulaðibragðið töluvert mildara – smá tips fyrir þá sem fíla ekki allt of mikið súkkulaðibragð.

Kannski er það einhverskonar svindl að setja þeyttan rjóma í músina til að fá hana létta og fína, en mér er nú eiginlega sama um það – því góð var hún 🙂

Súkkulaðimús

Einföld súkkulaðimús
Fyrir 6

300 gr. dökkt súkkulaði, í bitum
3 egg
55 gr sykur
1 msk kakóduft
300 ml rjómi + rjómi til að bera fram með músinni

Aðferð:
Bræðið súkkulaðið, annaðhvort í vatnsbaði yfir potti eða í örbylgjuofni. Látið kólna örlítið.

Þeytið egg og sykur vel saman, þar til mjög létt og ljóst. Blandið þá saman við eggjablönduna brædda súkkulaðinu og kakóinu þar til vel blandað saman.

Þeytið rjóminn vel, blandið svo rjómanum saman við súkkulaðiblönduna en farið varlega, þannig að það fari ekki allt loft úr blöndunni.
Setjið í 6 skálar og kælið í minnst 1 klst áður en borið er fram.
Borið fram með rjóma og súkkulaðibitum stráð yfir áður en músin er borin fram.

Ein athugasemd á “Einföld súkkulaðimús

  1. Ég kann einfaldari uppskrift,( vel að merkja fyrir fullorðinsparty.)
    Nokkrar döðlur bleyttar í koníaki settar á botninn á desertskál. 1 pakki royal súkkulaðibúðingur þeyttur og settur yfir döðlurnar, síðan kemur þeyttur rjómi og skreytt með súkkulaðispónum. Einfalt og fljótlegt,( ha ha)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s