Kökur · Muffins

Lakkrís-cupcakes


Lakkrís-cupcakes

Þeir sem þekkja mig vita að ég er sjúk í lakkrís. Bókstaflega sjúk. Nema ekki svona dísætan lakkrís – bara saltan salmíak lakkrís. Ég er meira að segja búin að finna mér lakkrísfélaga í vinnunni en það kemur kannski ekki á óvart að hann er Finni (þeir eru einmitt þekktir (að mínu hógværa mati) fyrir að búa til sérlega góðan lakkrís).

Þess vegna er það eiginlega með ólíkindum að ég hafi ekki verið búin að prófa að baka með lakkrísdufti fyrr en núna. Ég veit ekki alveg hvort að lakkrísduft sé búið að hefja innreið sína á íslensk bökunarheimili en hér í Svíþjóð hefur það verið mjög vinsælt (allavega á bloggum) í ýmiskonar bakstri í dálítinn tíma. Og ég var alltaf að hugsa um að kaupa og prófa en gerði ekkert í því fyrr en um síðustu helgi. Þá keypti ég stóran dúnk af lakkrísdufti, loksins. 

Lakkrís-cupcakes

Ég varð svo æst að prófa nýja góssið að ég bókstaflega ruddi mér leið heim úr búðinni og var búin að hræra í lakkrís-cupcakes áður en hendi var veifað. Og ég varð ekki fyrir vonbrigðum, og raunar enginn í fjölskyldunni. Okkur fannst þetta öllum alveg ótrúlega nammigott, kannski þó sérstaklega mér og eiginmanninum. Skilaboðin eru semsagt þau að lakkrís er góður í bakstur. Allavega ef maður er lakkrís-aðdáandi 🙂

Lakkrís-cupcakes
Ef þið getið orðið ykkur úti um svona duft þá mæli ég svo sannarlega með því að þið prófið, þetta var ótrúlega skemmtilegt tilbreyting. Ég sé fyrir mér langan lista af allskonar lakkrísbakstri sem ég „neyðist“ til að prófa núna. T.d. lakkrís-sítrónukökuna sem ég sá uppskrift að í gær…

Lakkrís-cupcakes

Lakkrís-cupcakes
12 st.

3 egg
2,5 dl sykur
1 msk lakkrísduft
100 g smjör
1 dl mjólk
2 tsk lyftiduft
3,5 dl hveiti

Krem
50 gr smjör, við stofuhita
3,5 dl flórsykur
1 tsk vanillusykur
1 msk lakkrísduft
100 gr rjómaostur

Aðferð: 
Stillið ofninn á 175 gráður.

Þeytið egg, sykur og lakkrísduft þar til létt og ljóst.

Bræðið smjörið og blandið saman við mjólkina. Hrærið saman við eggjablönduna.

Blandið saman hveitinu og lyftiduftinu, og sigtið yfir egglablönduna. Blandið varlega saman.

Setjið í u.þ.b. 12 muffinsform. Bakið í 15 – 16 mínútur. Látið kólna áður en kremið er sett á.

Krem: Hrærið öllum hráefnunum í kremið saman þar til kremið er slétt og fínt. Setjið kremið á kökurnar þegar þær eru orðnar alveg kaldar, gjarnan með sprautupoka.

IMG_0003

 

Lakkrís-cupcakes

12 st.

3 egg
2,5 dl sykur
1 msk lakkrísduft
100 g smjör
1 dl mjólk
2 tsk lyftiduft
3,5 dl hveiti

Krem
50 gr smjör, við stofuhita
3,5 dl flórsykur
1 tsk vanillusykur
1 msk lakkrísduft
100 gr rjómaostur

Aðferð: 
Stillið ofninn á 175 gráður.

Þeytið egg, sykur og lakkrísduft þar til létt og ljóst.

Bræðið smjörið og blandið saman við mjólkina. Hrærið saman við eggjablönduna.

Blandið saman hveitinu og lyftiduftinu, og sigtið yfir egglablönduna. Blandið varlega saman.

Setjið í u.þ.b. 12 muffinsform. Bakið í 15 – 16 mínútur. Látið kólna áður en kremið er sett á.

Krem: Hrærið öllum hráefnunum í kremið saman þar til kremið er slétt og fínt. Setjið kremið á kökurnar þegar þær eru orðnar alveg kaldar, gjarnan með sprautupoka.

4 athugasemdir á “Lakkrís-cupcakes

  1. Það liggur við að mig langi til að biðja þig um að kaupa einn svona dunk af lakkrísdufti og senda mér til Íslands svo ég geti prófað þessar cupcakes 😀

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s