Ég er búin að baka þessar snittur x3 á síðsutu vikum. Þær renna alltaf hratt og örugglega ofan í mannskapinn. Lakkríssnitturnar koma verulega á óvart og núna leita ég að fleiri uppskriftum sem innihalda ljúffengt lakkrísduft, til að deila með ykkur 🙂
Karamellu snittur
100 gr smjör við stofuhita
1 dl sykur
2.5 dl hveiti
1 msk vanillusykur
1 tsk lyftiduft
1 msk sýróp
——————-
td.
2 tsk lakkrísduft fyrir 1/3 af deginu
1 tsk kanill fyrir 1/3 af deginu
20 gr súkkulaði fyrir 1/3 af deginu
Hitið ofninn í 175°c
Setjið þurrefnin í skál, hnoðið smjöri og sírópi saman við þar til úr verður deig (ég þurfti að bæta við klípu af smjöri og sýrópi til að fá deigið til að vera meðfærilegt).
Hnoðið degið í rúllu, skiptið deginu niður í jafn marga búta þið ætlið að bragðbæta.
Bætið bragðefnunum við og hnoðið saman við. Útbúið rúllu sem er tæplega jafn löng og ofnplata. Leggið rúlluna á ofnpappír og þrýstið ofaná rúllina með fingrunum til að fletja hana létt út.
Bakið í miðjum ofni í 10-12 mínotur. Skerið kökurnar í langsum bita á meðan þær eru heitar (athugið að þær eru fljótar að kólna).
Lakkrísduft er til dæmis hægt að kaupa hérna
Karamellu snittur
100 gr smjör við stofuhita
1 dl sykur
2.5 dl hveiti
1 msk vanillusykur
1 tsk lyftiduft
1 msk sýróp
——————-
td.
2 tsk lakkrísduft fyrir 1/3 af deginu
1 tsk kanill fyrir 1/3 af deginu
20 gr súkkulaði fyrir 1/3 af deginu
Hitið ofninn í 175°c
Setjið þurrefnin í skál, hnoðið smjöri og sírópi saman við þar til úr verður deig (ég þurfti að bæta við klípu af smjöri og sýrópi til að fá deigið til að vera meðfærilegt).
Hnoðið degið í rúllu, skiptið deginu niður í jafn marga búta þið ætlið að bragðbæta.
Bætið bragðefnunum við og hnoðið saman við. Útbúið rúllu sem er tæplega jafn löng og ofnplata. Leggið rúlluna á ofnpappír og þrýstið ofaná rúllina með fingrunum til að fletja hana létt út.
Bakið í miðjum ofni í 10-12 mínotur. Skerið kökurnar í langsum bita á meðan þær eru heitar (athugið að þær eru fljótar að kólna).
Hæhæ,
Ég prófaði þessar um daginn nema ég setti bara smá saxað suðusúkkulaði í allt heila klabbið. Þær voru mjög góðar en mér fannst sírópsbragðið gera soldið beiskt bragð og mikið. Ég var reyndar ekki með mæliskeið ( nýbúin að kaupa þær 😛 ) getur verið að ég setti of mikið eða var líka svoleiðis bragð hjá þér. Okkur mömmu fannst þetta neflilega voðalega gott með kaffinu en 13 ára systir mín gat ekki borðað þær einmitt útaf „sterku sírópsbragðinu“ eins og hún sagði.
Hlakka til að heira í þér annars mjög þægileg síða hjá þér !
Kveðja Bára Mjöll
Sæl Bára 🙂
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki lent í þessu. Ég hef bakað þessa uppskrift nokkrusinnum og ég nota alltaf ljóst síróp. Ég meira að segja hef sett örlítið meira síróp eins og ég segi frá í uppskriftinni til að ná réttri áferð. Þú verður eginlega að prufa að baka snitturnar aftur og nota þá nýju mæliskeiðarnar til að sjá hvort það breyti einhverju 🙂
Kv Tobba