Ég keypti niðursoðna mjólk af einskærri forvitni fyrir mörgum mánuðum síðan. Stuttu seinna sá ég uppskrift af Key lime pie fyrir tilviljun. Ég var rosalega ánægð með sjálfa mig að eiga til þetta framandi hráefni í hana og hét því að hún yrði bökuð við fyrsta tækifæri. Þetta tækifæri lét eitthvað á sér standa og fór þetta þannig að ég bakaði hana á föstudagseftirmiðdegi til að borða um kvöldið, ég hreinlega gat ekki beðið lengur.
Ég sauð saman nokkrar uppskriftir og úr varð þessi dásamlega baka. Ég notaði helst til mikið af lime berki en það er lagfært í uppskriftinni hér að neðan.
Key lime pie
300 gr digestive kex
150 gr smjör, bráðið
1 dós niðursoðin sykruð mjólk (397 ml)
3 eggjarauður
Rifinn lime börkur af 2 lime
Lime safi af 3 lime
3dl (300 ml) rjómi
1 msk flórsykur
Myljið kexið og hrærið það saman við smjörið. Setjið kexið í botnin á lausbotna böku formi, þrýstið kexinu vandlega í botninn og upp með hliðunum (mitt form er 22 cm og það var svolítil af kexi afgangs þar sem ég vildi passa að nóg pláss væri fyrir fyllinguna). Bakið í 10 mínútur, láitið kólna.
Sláið í sundur eggjarauðurnar og hrærið þær saman við mjólkina. Bætið lime berkinum og safanum saman við og hrærið vel. Hellið í böku formið og bakið í 15 mínotur. Látið kólna í að minsta kosti 3 tíma.
Þeytið rjómann og flórsykurinn rétt áður en bera á bökuna fram – það er smekksatriði hvort þið setjið rjóman á bökuna eða berið hann fram í sér skál 🙂
Athugið að þegar búið er að baka bökuna lítur hún eftir vill út fyrir að vera enþá hrá þar sem hún er glansandi en ef þið rétt svo potið í hana þá finnið þið að hún orðin þétt og bökuð.
Key lime pie
300 gr digestive kex
150 gr smjör, bráðið
1 dós niðursoðin sykruð mjólk (397 ml)
3 eggjarauður
Rifinn lime börkur af 2 lime
Lime safi af 3 lime
3dl (300 ml) rjómi
1 msk flórsykur
Hitið ofninn í 150°c
Myljið kexið og hrærið það saman við smjörið. Setjið kexið í botnin á lausbotna böku formi, þrýstið kexinu vandlega í botninn og upp með hliðunum (mitt form er 22 cm og það var svolítil af kexi afgangs þar sem ég vildi passa að nóg pláss væri fyrir fyllinguna). Bakið í 10 mínútur, láitið kólna.
Sláið í sundur eggjarauðurnar og hrærið þær saman við mjólkina. Bætið lime berkinum og safanum saman við og hrærið vel. Hellið í böku formið og bakið í 15 mínotur. Látið kólna í að minsta kosti 3 tíma.
Þeytið rjómann og flórsykurinn rétt áður en bera á bökuna fram – það er smekksatriði hvort þið setjið rjóman á bökuna eða berið hann fram í sér skál 🙂
Athugið að þegar búið er að baka bökuna lítur hún eftir vill út fyrir að vera enþá hrá þar sem hún er glansandi en ef þið rétt svo potið í hana þá finnið þið að hún orðin þétt og bökuð.