Eftirréttir · Kökur

Sítrónubitar

Ég rakst á þessa sítrónubita á renneríi mínu um veraldarvefinn um daginn, þeir eru víst að gera dúndrandi hluti á sumum spjallborðum á internetinu 😀 Maðurinn minn elskar öll sætindi með sítrónum í og fannst þetta bakkelsi alveg geggjað - börnunum mínum fannst þetta aðeins of súrt. Ég held það mætti auðveldlega minnka talsvert sykurinn… Halda áfram að lesa Sítrónubitar

Eftirréttir · Kökur

Sítrónukladdkaka

Við fengum vini í mat um síðustu helgi og buðum upp á líbanskt meze-hlaðborð (meira um það seinna). Þar sem smáréttahlaðborðið tók frekar langan tíma í undirbúningi ákvað ég að hafa mjög fljótlegan eftirrétt og fann þá þessa girnilegu sítrónukladdköku á heimasíðu Hembakat. Eins og allar aðrar kladdkökur var hún svakalega fljótleg og aldrei þessu… Halda áfram að lesa Sítrónukladdkaka

Brauð og bollur · Gerbakstur

Sítrónubollu-brauð

Ég bakaði þetta sítrónubollu-brauð um síðustu helgi, eða hvað á maður annars að kalla svona brauð-bollu samsetningu? Maður kallar auðvitað svona gerbakstur meira snúða en bollur á Íslandi, ég er kannski farin að rugla sænskunni fullmikið saman við íslenskuna? Hvað um það - það fatta örugglega allir hvað ég á við 🙂 Hvað um það,… Halda áfram að lesa Sítrónubollu-brauð