Salat

Grískt salat

IMG_6072
Þá er nýja árið gengið í gang og ekki seinna vænna en að drífa í því að byrja að efla áramótaheitin. Ég held nefnilega að ég hafi sagst ætla að setja a) hollari uppskriftir og b) fleiri mataruppskriftir inn á bloggið og þessi uppskrift uppfyllir hvoru tveggja. Ég og Binni borðuðum þetta salat milli jóla og nýárs, alveg gjörsamlega komin með upp í kok af kjötréttum og okkur fannst það báðum svakalega gott. Mæli alveg með því sem léttari máltíð og okkur fannst það mjög gott sem kvöldmatur með smá brauði 🙂

Ég las mér aðeins til um grískt salat þegar ég var að hugsa hvernig ég ætti að búa salatið til og þá kom í ljós að þetta er nú ekki alveg nákvæmlega eins og Grikkir myndu sjálfir gera það þó þetta sé kallað grískt salat annars staðar á vesturlöndum. En hvað um það – gott var það 🙂

Einhvers konar grískt salat

Fyrir 2 – 4 (svona eftir því hvað þið eruð svöng 😉 )

3 msk ólívuolía
2 msk hvítvínsedik
Salt (eftir smekk)
Smá börkur af sítrónu
Þurrkað oreganó (auðvitað enn betra ef það er ferskt)
Salat, t.d. rómansalat
1/2 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
1/2 gúrka, í sneiðum
10 kiruberjatómatar, í bátum
100 gr fetaostur (ekki nota þennan olíulegna)
Olívur, 10 – 15 stykki (ég mæli með að nota góðar ólívur (notaði sjálf kalamata-olívur), munurinn er gríðarlegur).

Blandið edikinu, olíunni, saltinu, sítrónuberkinum og oreganóinu saman. Leggið rauðlaukinn í dressinguna og marínerið í 10 mínútur. Öllu grænmeti bætt út í maríneringuna (fyrir utan salatið) ásamt ólívunni og blandað saman.

Salatið rifið niður og sett á disk, grænmetið sett yfir og fetaosturinn mulinn yfir að lokum.

 

 

2 athugasemdir á “Grískt salat

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s