Ég var alveg tóm í hausnum þegar kom að því að ákveða hvað ætti að vera í eftirrétt á gamlárskvöld. Ég gúgglaði, skoðaði nokkur matarblogg og allar (allar þrjár) uppskrifta bækurnar sem ég er með hérna hjá mér í Lund. Það var ekki fyrr en ég sá þessa uppskrift á Pioneer Woman sem ég vissi að ég var búin að finna The uppskrift. Ég bjó svo vel að vera búin að fara í margar búðir seinustu vikur að leita að pecan hnetum. Þar sem ég er með á tú dú listnaum mínum smákökur sem í eru pecan hnetur. Þetta búðarráp og leit mín að pecan hnetum var eins og léleg comedía. Ég var orðin úrkula vonar þegar ég loksins fann þær í COOP, en það er kannski best að geyma þá sögu til seinni tíma 😉
Aftur að Pie-inu sem Pioneer Woman lofar að láti mann fara að gráta. Ég gerði leit að þessu Silvíu æðislega crösti sem hún notar í sitt pie, en það þarf crisco sem er vegetable shortening og edik. Ég bjó ekki svo vel að eiga þessi hráefni þannig að ég fór á stúfana og fann uppskrift sem hentaði mér og hráefna stöðu minni.
Það er nauðsynlegt að hafa annaðhvort rjóma eða ís með, ef vel á að vera. Ég fylltist auðvitað metnaði og ákvað að búa til heimagerðan ís með.
Uppskriftin sveik sem betur fer engann – ég get ekki annað en mælt með þessari sykur sælu.
Pecan Pie
Botn:
100 gr smjör
180 gr hveiti
1 stk eggjarauða
1/2 tsk salt
3 tsk vatn
Pie:
1 bolli sykur
3 msk púðursykur
1/2 tsk salt
1 bolli síróp
3/4 tsk vanilludropar
1/3 bolli brætt smjör
3 egg
1 bolli (sneisafullur) hakkaðar pecan hnetur
Hitið ofninn í 175°C
Hrærið saman öllum hráefnum fyrir botninn. Fletið deigið út nægilega stórt til að þekja botn og barma á hringlaga formi.
Hrærið saman sykri, púðursykri, salti, sírópi, smjöri, eggjum og vanillu saman í skál.
Dreyfið hnetunum á botninn á forminu (ofan á pie degið), hellið sykurblöndunni þar ofan á. Hneturnar munu fljóta upp.
Setið álfilmu yfir og setið inní ofn í 30 min. Takið álpappírinn af og bakið áfram í 20 min. Ef pie-ið er mjög hlaupkennt í miðjunni þegar formið er hreyft, er álpappír settur aftur ofan á og aftur inn í ofn þangað til hún er tilbúin.
Látið kólna í nokkra klukkutíma eða yfir nótt.
Ís
6 stk eggjarauður
½ bolli dökkur púðursykur
1 tsk vanilla
½ l þeyttur rjómi
Rauður og sykur þeytt vel saman. Rjóma og vanillu hellt saman við og hrært þar til allt er vel blandað saman. Hellið í brauðform eða form að eigin vali og frystið. Gott er að taka ísinn út á 30-40 min fresti og hræra upp í honum ca x 3 sinnum. Þetta er gert til að ísinn verði mjúkur.
Ein athugasemd á “Gúrmey Pecan Pie”