Eftirréttir · Kökur

Brownies með marssúkkulaði

IMG_6255

Ég ætlaði að gera þessa uppskrift og hafa sem eftirrétt fyrir okkur fjölskylduna á gamlársdag. Þegar til kastanna kom þá ákvað ég að okkur ætti örugglega ekkert eftir að langa í eftirrétt (sem reyndist því miður ekki rétt!) og bakaði hana því á nýársdag í staðin. Ég fann einhverja gamla brownies-uppskrift sem ég hafði skrifað niður hjá mér og ákvað að það hlyti að vera rosalega gott að brytja niður súkkulaðistykki og setja í miðja kökuna. Verð að viðurkenna að mér fannst þetta alveg svakalega gott og það fannst öðrum fjölskyldmeðlimum líka. Það er dálítið mikið kakóbragð af þessari brownies-uppskrift og það er auðvitað ekkert því til fyrirstöðu að nota hvaða brownies-uppskrift sem er og setja eitthvað gott súkkulaðistykki í hana 🙂 Mæli sérstaklega með að borða þessa heita með ís (eða jafnvel rjóma).

Brownies með marssúkkulaði

150 gr. smjör
1,25 bolli sykur
3/4 bolli kakó (ekki sætt)
1/4 tsk salt
1/2 tsk vanilludropar
2 egg
1/2 bolli hveiti
2 marssstykki (eða snickers eða eitthvað annað gott súkkulaði), skorin niður í hæfilega þunnar sneiðar.

Smjörið brætt í potti. Sykri, kakó, salti og vanilludropum hrært saman við smjörið og látið kólna aðeins.

Eggjum bætt út í smjör/sykurblönduna, einu í einu. Hrært vel. Að lokum er hveiti bætt út í og hrært eins lítið og hægt er en þó þannig að hveitið blandist alveg saman við.

Helmingurinn af deiginu sett í form (ég notaði 20cm x 20cm glerdisk) og marsinu raða ofan á. Restin af deiginu sett yfir (ég setti það á í nokkrum „klessum“ og smurði deiginu svo yfir með hníf til að jafna út). Jafnvel má setja nokkra marsbita yfir kökunar líka, það var ekkert verra 🙂

Bakað í 30 – 40 mínútur við 160 gr.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s