Meðlæti

Kartöflusalat með eggjum og beikoni

Kartöflusalat með eggjum og beikoni
Hvorki ég né Binni erum neitt rosalega hrifin af hefðbundnu kartöflusalati, þ.e. þessu sem maður kaupir út í búð. Stundum er það samt þannig að kartöflur eru næstum því það eina sem passar að hafa með grillmatnum, að þessu sinni ýmsum tegundum af pylsum eins og bratwurst og chorizo. Þá datt mér í hug hvort ég fyndi ekki álitlega uppskrift að kartöflusalati sem ég gæti bara gert sjálf. Og viti menn, brown eyed baker-bloggið lumaði akkúrat á mjög girnilegri uppskrift sem við ákváðum að prófa. Það var samdóma álit allra, bæði okkar og matargestanna að þetta væri alveg sérstaklega gott salat og miklu betra en það sem maður kaupir út í búð 🙂

Kartöflusalat með eggjum og beikoni

4 bollar kartöflur
10 sneiðar beikon
1,8 dl majones
1 msk dijon sinnep
2 tsk sykur
1 tsk salt
4 harðsoðin egg, í bitum
1 sellerístilkur í sneiðum,
1 lítill laukur, hakkaður
1/2 græn paprika, í bitum

Aðferð
Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru mjúkar. Setjið til hliðar.

Steikið beikonið á pönnu þar til það er orðið stökkt. Leggið á eldhúspappír. Geymið 2 msk af beikonfeitinni og blandið saman við majones, sinnep, sykur og salt í lítilli skál.
Blandið saman kartöflum, eggjum, sellerí, lauk og papriku. Hellið dressingunni yfir og hrærið varlega. Hrærið beikoninu út í.

Kælið í minnst 3 klst áður en þið berið fram.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s