Kökur · Vegan

Vínarbrauðið hennar ömmu (v)

Vínarbrauð er það sætabrauð sem ég man best eftir hjá Kristínu ömmu  🙂 Ég man meira að segja eftir að hafa hjálpað henni við að gera þessi vínarbrauð nokkrum sinnum. Þessi frumraun mín í vínarbrauðsbakstri á fullorðins árum gekk bara ljómandi vel 🙂 Ég skil núna afhverju amma skellti í þessa uppskrift ef von var á gestum, hún er einföld með fáum innihaldsefnum og tiltölulega fljótleg svo ekki sé talað um hvað þetta er ljúffengt bakkelsi.

Vínarbrauðið hennar ömmu

1 kg hveiti
300 gr sykur
350 gr smjörlíki (mjúkt)
4 tsk lyftiduft (sléttfullar)
2 tsk hjartasalt (sléttfullar)
ca 2,5 dl mjólk að eigin vali

Rabbarbara sulta

Glassúr
4 dl flórsykur
vatn
rauður matarlitur

Kveikið á ofninum á 180°c
Setjið þurrefnin í stóra skál, gerið holu í miðjuna og myljið smjörið ofaní, hellið 2 dl af mjólk útí og hnoðið saman, bætið við mjólk eftir þörfum. Hnoðið þar til deigið sleppir borði og klístrast ekki við hendur.

Fletjið deigið út í rétthyrning. Skiptið deiginu í 2 eða 3 hluta, fer eftir þvi hvað þið viljið hafa vínarbrauðið breitt. Færið deigið yfir á bökunarpappír.

IMG_6798
IMG_6799

Smyrjið rabbarbara sultunni í miðjuna á deiginu og flettið síðan sitthvorri hliðinni yfir sultuna. Ég skildi eftir smá gat en mamma sagði mér að amma var vön að láta degið mætast en svo gliðnaði það í bakstri.

Bakið í 12-15 min þar til degið er farið að gyllast. Takið út og látið kólna.

IMG_6803


Blandið saman flórsykri, vatni og smá af rauðum matarlit. Hrærið saman þar til glassúrinn er nægilega þunnur til að sitja fallega á vínarbrauðinu en ekki svo þunnur að hann leki af. Dreifið glasúr á vínarbrauðið og njótið 🙂

IMG_6804

Vínarbrauðið hennar ömmu

Vínarbrauðið hennar ömmu

1 kg hveiti
300 gr sykur
350 gr smjör (mjúkt)
4 tsk lyftiduft (sléttfullar)
2 tsk hjartasalt (sléttfullar)
ca 2,5 dl mjólk

Rabbarbara sulta

Glassúr
4 dl flórsykur
vatn
rauður matarlitur

Kveikið á ofninum á 180°c
Setjið þurrefnin í stóra skál, gerið holu í miðjuna og myljið smjörið ofaní, hellið 2 dl af mjólk útí og hnoðið saman, bætið við mjólk eftir þörfum. Hnoðið þar til deigið sleppir borði og klístrast ekki við hendur.

Fletjið deigið út í rétthyrning. Skiptið deiginu í 2 eða 3 hluta, fer eftir þvi hvað þið viljið hafa vínarbrauðið breitt. Færið deigið yfir á bökunarpappír. Smyrjið rabbarbara sultunni í miðjuna á deiginu og flettið síðan sitthvorri hliðinni yfir sultuna. Ég skildi eftir smá gat en mamma sagði mér að amma var vön að láta degið mætast en svo gliðnaði það í bakstri. Bakið í 12-15 min þar til degið er farið að gyllast. Takið út og látið kólna.

Blandið saman flórsykri, vatni og smá af rauðum matarlit. Hrærið saman þar til glassúrinn er nægilega þunnur til að sitja fallega á vínarbrauðinu en ekki svo þunnur að hann leki af. Dreifið glasúr á vínarbrauðið og njótið 🙂

3 athugasemdir á “Vínarbrauðið hennar ömmu (v)

    1. Ég hef ekki reinslu í að frysta þessi vínarbrauð en ég og mamma erum sammála um að þau hljóti að geimast vel í frysti. Sleppa bara glassúrnum ef þú frystir þau 😉

  1. svona vínarbrauð er eitthvað sem ég þekki vel úr minni æsku.. Mamma og amma bökuðu þetta báðar… Hinsvegar notum við ekki glassúr en bræðum suðusúkkulaði og setjum yfir…. Mæli með að þið prófið það…. Hrikalega gott!! Heitt vínarbrauð,,,, súkkulaði og ísköld mjólk…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s