Jól · Smákökur

Kurltoppar

IMG_9522

Kurltoppar eru upprunnir frá Sauðárkróki (eins og við Eldhússystur), þeir unnu einhverja keppni fyrir mörgum árum og hafa farið sigurför um Ísland. Nú er svo komið að margir baka þessar kökur fyrir jólin og eru þær ómissandi á mínu heimili. Ég persónulega vil hafa þær mjúkar en ekki alveg harðar eins og þær verða stundum og því baka ég þá styttra en flestar uppskriftir gefa upp.

Kurltoppar

3 eggjahvítur
200g púðursykur
150g súkkulaði
150g lakkrískurl
IMG_9462
Eggjahvíturnar og púðursykur er stífþeytt – það er ekki hægt að ofþeyta þannig að þeytið þangað til þið eruð alveg viss um að þetta sé alveg nógu vel þeytt. Á meðan eggin þeytast er fínt að hakka niður súkkulaðið.

Hrærið lakkrískurli og súkkulaðið varlega saman við eggin og setjið á bökunarpappír.

Bakið við 150°C í 12-15 min, þá verða þær mjúkar en ekki stökkar 😉
Látið þær kólna áður en þær eru teknar af bökunarpappírnum.

IMG_9483

2 athugasemdir á “Kurltoppar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s