Kökur

Lakkrísterta með sterkum djúpum

Ég fann uppskriftina að þessari lakkrístertu í tímaritinu Hembakat síðasta sumar. Strákurinn sem bjó hana til vann e-s konar lakkrís-bökunarkeppni með þessi framlagi og mér fannst svo merkilegt að hann notaði sterkar djúpur í hana, það er ekki beint eins og hvorki djúpur né sterkar djúpur sé á hverju strái í Svíþjóð. Þær fást þó á nokkrum stöðum, m.a. í búð sem er rétt hjá þar sem ég var að vinna þannig að það voru hæg heimatökin að verða sér úti um góssið og skella í listaverkið (tók svo aðeins lengri tíma að koma uppskriftinni á bloggið 😉 )
Mér fannst tertan alveg æðislega góð en ég er ekki viss um að hún sé neitt fyrir fólk sem finnst lakkrís ekki góður og sterkar djúpur vondar – bara svo að þið vitið það 🙂

Lakkrísterta með sterkum djúpum
Botn
2 egg
2 dl sykur
100 gr smjör, bráðið
1,5 dl kornax hveiti
0.25 dl kakó
1 tsk vanillusykur,
100 gr hindber, frosin eða fersk
Fylling
25 gr smjör
150 gr súkkulaði með salmíakfyllingu
100 gr rjómaostur
3 msk flórsykur
Skreyting
2 dl rjómi, þeyttur
100 gr sterkar djúpur
Rifið súkkulaði, ef vill
Ofninn er stilltur á 175 c.
Botn: Þeytið egg og sykur þar til ljóst og létt. Bætið bráðnu smjöri út í og hrærið. Blandið saman hveiti, kakói og vanillusykri í skál. Hrærið hindberjunum og hveitiblöndunni út í eggjablönduna.
Smyrjið lausbotna form, ca. 24 cm í þvermál. Setjið deigið í formið og bakið í u.þ.b. 20 mínútur. Látið kökuna kólna og skiptið henni svo í tvo hluta svo að botnarnir verði tveir.
Fylling: Bræðið smjör og súkkulaði. Blandið rjómaostinum og flórsykrinum saman við þar til kremið er slétt og fínt. Kælið fyllinguna í ísskápnum og smyrjið henni svo á milli tertubotnanna.
Skreyting: Smyrjið helmingnum af rjómanum á tertuna og sprautið afgangnum á kantinn á kökuna. Skerið djúpurnar í bita og setjið ofan á kökuna ásamt rifnu súkkulaði.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s