Aðalréttir

Kjúklingabaunabuff

Hér kemur einn fljótleg, auðvelt og holl uppskrift að kjúklingabaunabuffum sem okkur fjölskyldunni þóttu ljómandi góð 🙂

Kjúklingabaunabuff
2 dósir kjúklingabaunir
1 tsk salt
Pipar eftir smekk
1 hvítlauksrif, pressað
1/2 dl brauðrasp
1 egg
1,5 msk steinselja, smátt söxuð (má líka nota þurrkaða)
Hveiti
Sólblómaolía

IMG_0650

Látið renna af baununum og skolið þær. Setjið þær í matvinnsluvél eða notið töfrasprota og maukið þær. Blandið hvítlauk, salti, pipar og steinseljunni saman við ásamt eggjum og brauðmylsnu og hrærið vel saman. Hægt er að bæta eggi við ef maukið er of þurrt.
Setjið hveiti á disk og hitið steikarpönnu með olíu á. Búið til buff, u.þ.b. 7 stykki, veltið upp úr hveitinu og steikið svo á pönnunni, nokkrar mínútur á hvorri hlið. Buffin eru tilbúin þegar þau eru gullinbrún og heit í gegn.
Berið fram með ferskri jógúrtsósu t.d., salati og hrísgrjónum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s