Ég er komin með nett æði fyrir ostakökum. Þegar ég var yngri fannst mér þær hreinn viðbjóður, en í dag læt ég mig dreyma um rjómann, rjómaostinn og sykur sæluna sem ostakökur eru. Ég ólst upp við ostakökur sem voru frystar og með kexbotni. Þessi er ekki þannig, heldur er hún bökuð og hefur engann kex botn. Ég sjálf elska kexbotninn en kjæró er ekki jafn hrifinn af honum og því fannst honum þessi kaka sérstaklega góð.
Eins og kannski einhverjir hafa tekið eftir þá hef ég ekki verið dugleg við að setja inn færslur á bloggið síðustu mánuði. Ástæðan fyrir því er að 22. nóv kom í heiminn lítill drengur 🙂 Hann er núna orðinn 2 mánaða og er því orðinn nógu stór til að fylgjast með mömmu sinni í eldhúsinu og vera nokkuð sáttur á meðan 🙂 Eitthvað ætti því að aukast fjöldi innleggja sem koma frá mér.
Cinnabon ostakaka
Botninn
150 gr (¾ bolli) sykur
76 gr (¼ bolli) mjúkt smjör
1 egg
125 ml (½ bolli) mjólk
1 msk vanilladropar
256 gr (2 bollar) hveiti
2 tsk lyftiduft
½ tsk salt
Deigið
450 gr rjómaostur
130 gr (5/8 bolli) sykur
1 msk vanilludropar
1 msk rifinn sítrónu börkur eða 1 msk sítrónusafi
1 msk hveiti
3 egg
Kanill fylling
76 gr (1/3 bolli) smjör
220 gr (1 bolli) púðursykur
3 msk kanill
Glassúr
2 msk rjómaostur
2 msk smjör, mjúkt
1 msk sítrónusafi
2 tsk vanilludropar
125 gr (1 bolli) flórsykur
mjólk ef þynna þarf kremið
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 175°. Leggið bökunarpappír yfir botninn á smelluformi og smellið síðan forminu saman. Smyrjið hliðarnar á forminu með smjöri.
Botninn
Þeytið saman sykur, smjör og egg þar til blandan er ljós og lét. Hrærið mjólkinni og vanilludropunum saman við og leggið til hliðar.
Siktið saman hveitið, lyftiduftið og saltið. Hrærið saman hveitiblöndunni við smjörblönduna, deigið á að vera vel þykkt. Setjið til hliðar.
Deig
Þeytið saman öll innihaldsefnin þar til deigið er létt og ljóst. Setjið til hliðar.
Kanill fylling
Bræðið smjörið, hrærið púðursykurinn og kanillinn saman við smjörið. Setjið til hliðar.
Kakan sett saman
Takið helminginn af botn deginu og smyrjið því á botninn á smelluforminu. Því næst er rjómaost deginu helt í formið. Takið hinn helmingin af botn deginu og dreifið “slettum” af því yfir kökuna með matskeið. Takið kanill fyllinguna og dreyfið henni einnig með “slettum” yfir kökuna. Takið hníf og dreifið vel úr slettunum.
Bakið í 45 min, kakan brúnast lítillega.
Eftir að hún er komin úf ofninum fellur hún svolíið. Látið kökuna kólna og takið hana úr forminu.
Berið kökuna fram með glassúr.
Glassúr
Þeytið saman rjómaostinn og smjörið þar til það er létt og ljóst. Hrærið sítrónusafanum og vanilludropunum saman við, að lokum er flórsykri bætt útí og hrært. Ef glassúrinn er of þykkur er hægt að þynna með mjólk.





