Kökur

Hafrasnittur

Hafrasnittur

Vorið lætur svo sannarlega bíða eftir sér í Stokkhólmi, garðurinn er allur fullur af snjó og ég er farin að halda að við höfum verið göbbuð til að flytja til Narníu en ekki til Skandinavíu! Hvers eiga aumingja Íslendingarnir að gjalda sem eru búnir að bíða spenntir eftir því allan ískaldan veturinn að geta farið að njóta veðursins hér í Svíþjóð í vor? (Til hvers annars er maður að láta sig hafa upp undir -20 stiga frost vikum saman yfir veturinn?  ) Ég held samt að það sé aaaalveg að fara að koma vor núna – sem er eins gott því m.a.s. Ísland er farið að hljóma eins og veðurparadís miðað við ísöldina sem gengur yfir Svíþjóð!

Hvað um það, ég hefði kannski átt að baka vöfflur um helgina því það var Vöffludagurinn í gær í Svíþjóð. Ég hins vegar á ekki belgískt vöfflujárn sem er það sem mér finnst vanta til að geta gert allar þessar spennandi vöffluuppskriftir sem ég rekst á á netinu þannig að það verður að bíða aðeins betri tíma (ég lofa, ég er ekki eldhústækjaóð en belgískt vöfflujárn er búið að vera lengi á listanum). Í staðin varð fyrir valinu fljótlegasta uppskrift sem ég fann: “seigar” hafrasnittur (ok, seigar hafrasnittur er eitthvað sem hljómar töluvert betur á sænsku en íslensku!). Ég hef aldrei smakkað hafrasnittur en mér fannst þetta hljóma vel, mér finnst hafrakex nefnilega svakalega gott. Ég held ég treysti mér alveg til að mæla með þessari uppskrift, ef ekki væri nema fyrir það að þetta tekur fáránlega lítinn tíma í bakstri, ég held að frá því að ég byrjaði að týna til hráefnin og þar til snitturnar komu úr ofninum hafi ekki liðið meira en 25 mínútur! Svo frystist þetta einstaklega vel sem er mjög gott því þetta er töluvert stór uppskrift

 

Hafrasnittur

Ca. 32 stykki

5 dl hveiti
5 dl sykur
10 dl haframjöl
1 msk lyftiduft
250 gr smjör
1 dl ljóst sýróp
2 egg, slegin sundur

Deigið komið á bökunarplötuna...
Deigið komið á bökunarplötuna…

Ofninn er stilltur á 175 gr. c.

Blandið saman hveiti, sykri, haframjöli og lyftidufti.

Bræðið smjörið og setjið sýrópið út í og hrærið aðeins. Setjið smjörið út á þurrefnin, bætið eggjunum út í og hrærið vel með sleif (mætti örugglega hræra í hrærivél líka).

...útflatt...
…útflatt…

Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír. Setjið deigið á plötuna og dreifið vel úr því og þjappið aðeins ofan í plötuna (ég notaði fyrst puttana og svo lítil kökukefli). Bakið í 15 – 18 mínútur. Ekki baka of lengi, kakan mun líta út fyrir að vera aðeins of lítið bökuð en hún á að sökkva aðeins saman eftir að hún kemur úr ofninum , annars verður hún þurr og hörð. Látið kólna og skerið svo í bita.

 

... og að lokum bakað ;)
… og að lokum bakað 😉

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s