Brauð og bollur · Muffins

Bananabrauð með ristuðum pekanhnetum og kókos

Bananabrauð með pekanhnetum og kókos

Bananabrauð er sennilega löngu orðið klassískt bakkelsi á íslenskum heimilum og er (allvega heima hjá mér) standard leið til að koma gömlum og ógirnilegum banönum í lóg. Einu sinni  langaði mig til að breyta til og prófaði að baka þessa uppskrift sem er bæði með pekanhnetum og kókosmjöli, hún kemur úr matreiðslubók sem heitir The Magnolia Bakery Complete Cookbook (þar eru annars fáránlega margar ótrúlega girnilegar uppskriftir sem ég á eftir að prófa, halló páskar kannski?).  Persónulega finnst mér þetta eitt besta bananabrauð sem ég hef smakkað. Verst að drengirnir mínir eru fullkomlega ósammála mér enda finnst þeim hvers konar hnetubitar nánast gera sætabrauð óætt. Mæli samt með að þið prófið 🙂

Ég set bollamálin úr upprunalegu uppskriftinni í sviga þannig að þeir sem eiga slíkt geti notað þau 🙂

Bananabrauð með ristuðum pekanhnetum og kókos

380 gr. (3 b) hveiti
1,5 tsk matarsódi
3/4 tsk kanill
3/4 tsk salt
1,8 dl (3/4 b) matarolía
300 gr. (1,5 b) sykur
3 egg, slegin í sundur
1 tsk vanilludropar
3,75 dl (1,5 b) vel þroskaðir, stappaðir bananar (3 – 4 stappaðir bananar að minni reynslu).
1,8 dl (3/4 b) sýrður rjómi
3,75 dl. (1,5 b) pekanhnetur, skornar gróft og ristaðar (sjá aths neðst)
1,8 dl (3/4 b) kókosmjöl

Stillið ofninn á 175 gr. c.

Smyrjið brauðform. Sigtið saman hveiti, matarsdóa, kanil og salt. Leggið til hliðar.

Hrærið saman (með handþeytara eða í hrærivél) olíuna og sykurinn. Bætið við eggjunum og vanilludropunum og hrærið vel. Bætið við bönunum og sýrða rjómanum og hrærið vel. Bætið við þurrefnunum og hrærið stuttleg, rétt svo að allt sé blandað saman (ath: ekki hræra of mikið!) Blandið ristuðum pekanhnetum og kókosmjöli saman við, helst með sleif. Hellið í brauðformið. Bakið í 60 – 70 mínútur eða þangað til pinni kemur nokkurn veginn hreinn upp.

Ath: til að rista pekanhneturnar eru þær settar á bökunarplötu klædda með pappír inn í 175 gr. heitan ofn í ca. 15 mínútur eða þar til þær eru farnar að ilma. (e. fragrant)

6 athugasemdir á “Bananabrauð með ristuðum pekanhnetum og kókos

 1. Mikið er þetta girnilegt! Ekki að ég geri nokkurn tímann nokkurn skapaðan hlut nema vinna og vorkenna mér – en mikið er gaman að lesa síðuna ykkar og láta sig dreyma og dast að ykkur um leið!

  1. Kærar þakkir elsku frænka, ég veit að þú ert óskaplega dugleg þó það sé kannski á öðrum vígstöðvum en í bakstrinum. Knús til Þórshafnar 🙂

 2. Eitthvað er sykurmagnið undarlegt. Ef 3 bollar eru 380 grömm ættu 1,5 bollar þá ekki að vera 190 grömm? 300 grömm sykur + 4 bananar hljóma ansi mikið í mínum eyrum!

  1. Sæl Védís og takk fyrir athugasemdinga, hún er vel skiljanleg.

   1 bolli af getur verið mjög misþungur allt eftir því hvaða hráefni er um að ræða. Þannig er t.d. um sykur og hveiti, 1 bolli af sykri er ca. 200 gr en 1 bolli af hveiti ekki nema 128 gr. (sjá t.d. hér: http://allrecipes.com/howto/cup-to-gram-conversions/ )

   Þess vegna virkar munurinn á magninu mikið meiri þegar þetta er í bollaformi heldur en þegar maður yfirfærir yfir í grömm. Ég held að það mætti alveg að ósekju minnka sykurmagnið í uppskriftinni þó að mér finnist hún óskaplega góð eins og hún er 🙂

 3. Þetta er gegt gott bananabrauð, ég setti 250 g af sykri gat ekki hugsað mér að setja 300 g…..svo setti ég 4 banana. Snilld!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s