Jól · Konfekt · Smákökur

Skjaldbökusmákökur

Ég er búin að bíða í margar vikur eftir að fá tækifæri til að gera þessar gómsætu smákökur sem ég sá á þessari síðu. Smákökur! þetta á eiginlega meira skilt við konfekt heldur en smákökur. Þetta er fullkominn biti til að fá sér með kaffinu.

IMG_0696

Skjaldböku smákökur

128 gr hveiti
43 gr kakó
1/4 tsk. salt
120 gr smjör, mjúkt
134 gr sykur
2 eggjahvítur
1 eggjarauða
2 msk mjólk
1 tsk vanilludropar
1 1/4 bolli pekan hnetur (fínt hakkaðar)

Karamella

Uppskrift er hægt að finna hérna.

Aðferð

Hitið ofninn í 175°c

Sameinið hveiti, kakó og salt, sett til hliðar. Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og flöffí. Bæta við eggjarauðu, mjólk, og vanilludropum, blandið saman þar til deigið er kekklaust. Hrærið hveiti blöndunni saman við deigið. Hyljið deigið með plasti og kælið í a.m.k 1 klukkustund.

Léttþeitið 2 eggjahvítur í skál þar til þau freyða. Setjið pekanhneturnar í lága skál. Náið í deigið úr kælinum og búið til kúlur sem eru ca 2.5 cm á þykkt. Rúllið deiginu í eggjahvítunum og svo í pekanhnetunum. Setjið kúlurnar á bökunapappír með a.m.k. 2 cm milllibili. Þrýstið á kúlurnar með  ½ tsk mæliskeið til að gera holu í kúluna.

Bakið í um það bil 12 mínútur.

Þegar kúlurnar koma út úr ofninum þarf að þrýsta aftur á kúlurnar til að viðhalda dældinni.

Hellið karamellunni í dældina þegar kökurnar eru búnar að fá augnablik til að kólna.

Ef þið viljið er hægt að dreifa bræddu súkkulaði á kökurnar líka, svona til að gera þær þeim mun girnilegri 😉

Gerir um 30 smákökur.

IMG_0708

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s