Jól · Smákökur

Hafrakökur með smjörkremi

Ég er búin að vera ein heima um helgina með börnunum og fannst tilvalið að nota tímann (að hluta að minnsta kosti…) til að prófa eitthvað nýtt í bakstursdeildinni. Fyrir valinu urðu (m.a.) þessar seigmjúku hafrasmákökur með smjörkremi sem ég hef oft séð á vafri mínu um veraldarvefinn. Börnin urðu gjörsamlega sjúk í þær (kannski ekkert skrítið þar sem þetta eru ekki beint neinar hollustukökur, en þá sjaldan maður lyftir sér upp 😉 ) – SJÚKLEGA góðar! 

Get alveg mælt með þessum sem viðbót í jólabakstursflóruna 🙂 

(ég gerði hálfa uppskrift og fannst það alveg nóg svona til að smakka og eiga nokkrar afgangs) 

Hafrakökur með smjörkremi 

280 gr smjör 
2,5 dl púðursykur 
1,25 dl sykur 
1 nesbúegg 
1 tsk vanilludropar 
3,75 dl Kornax hveiti 
1 tsk matarsódi 
½ tsk salt 
3 bollar haframjöl 

Smjörkrem 

120 gr smjör 
5 dl flórsykur 
2 msk rjómi 
1 tsk vanilludropar 

Hitið ofninn í 175°c. 

Þeytið smjör og sykur vel saman, u.þ.b. 3 – 5 mínútur. Bætið við vanilludropum og eggi og þeytið vel, u.þ.b. 2 mínútur. Bætið hveiti, matarsóda og salti út í og hrærið þar til allt hefur blandast. Bætið að lokum haframjölinu út í og blandið saman við með sleif. 

Klæðið ofnplötur með bökunarpappír. Notið ca. ½ msk af deigi fyrir hverja köku, passið að hafa gott bil á milli því þær fletjast út (ath. stærðin er að sjálfsögðu smekksatriði, það má hafa þær stærri en þá verða þær ansi stórar). 

Bakið í 7 – 9 mínútur, eða þar til brúnirnar á kökunum verða gullinbrúnar. Látið kökurnar kólna alveg áður en kremið er sett á. 

Krem: Setjið öll hráefnin í skál og þeytið saman í 2 – 3 mínútur. 

(Uppskrift fengin héðan

Ein athugasemd á “Hafrakökur með smjörkremi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s