Einfalt · Konfekt · Smákökur

Súkkulaðihafrabollur

Súkkulaðihafrabollur eru algengar hér í Svíþjóð og allir fjölskyldumeðlimir eru ótrúlega hrifnar af þeim sem maður fær út í búð nema ég. Þegar ég var að dunda mér við að baka um daginn langaði annan strákanna minna að halda mér selskap í eldhúsinu og þá datt mér strax í hug þessi uppskrift sem ég hafði séð í Hembakat. Hún er nefnilega alveg kjörin til að leyfa börnum að spreyta sig á sjálfum þar sem þetta er svona “no-bake” uppskrift, bara hrært saman og kælt og voilá! Svo vildi svo skemmtilega til að þrátt fyrir að búðarkeyptu hafrabollurnar séu mér ekkert sérstaklega að skapi að þá fannst mér þessar algert æði – win win 🙂 

Súkkulaðihafrabollur 
(10 – 12 stk) 

6 dl haframjöl 
150 gr smjör, við stofuhita 
1,5 dl kókosmjöl 
2 tsk vanillusykur 
2 msk kakó 
2,5 dl flórsykur 
½ dl sterkt kaffi 
(1 msk vatn ef þarf) 

Til skrauts 
200 gr dökkt súkkulaði, brætt 
125 – 150 gr súkkulaðiströssel 

Aðferð 

Setjið smjör, haframjöl, kókosmjöl, vanillusykur, kakó, flórsykur og kaffi í skál. Hrærið saman með handþeytara eða hrærivél. Deigið á að vera klístrað svo það sé létt að búa til kúlur úr því, bæði við vatni ef þarf. 

Búið til bollur úr deiginu. Setjið í frysti í ca. 30 mínútur. 

Bræðið súkkulaðið. Takið bollurnar úr frystinum og veltið þeim upp úr súkkulaðinu. Setið á bökunarpappír og stráið súkkulaðiströssel yfir og látið harðna. Geymið í kæli. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s