Jól · Vegan

Seitan Jólahleifur

Betri helmingurinn er búinn að vera að þróa jólamatinn okkar núna undanfarnar vikur. Þetta eru önnur jólin okkar síðan við hættum að borða kjöt og aðrar vörur sem koma af dýrum. Við vorum bæði mjög hrifin af hamborgahryggnum sem jólamat og hefur Halli verið að prufa sig áfram með að útbúa seitan hleif sem kemur í stað svínakjöts. Við borðum hleifinn með brúnni sósu, grænmeti og brúnuðum kartöflum. Í eftirrétt erum við svo með ris a la mande. Ég gef Halla orðið:

Ég er búinn að vera prófa mig áfram með eitthvað í staðinn fyrir hamborgarhrygginn á aðfangadag. Bragðið sem ég sakna er þetta salta/reykta/sæta bragð sem hefur gengið erfiðlega að leysa af hólmi. Ég var farinn að halda að næsta skref væri að leigja reykofn og hengja upp seitanhleifinn en þessi uppskrift eftir veitekkihvað margar tilraunir er fædd á lokasprettinum. Það er sennilega hægt að betrumbæta hana fyrir næsta ár, en fyrir alla sem eruð að leita að jólamat er amk uppskriftin eins og hún er núna. Mér finnst þetta mjög gott, og prýðilega nálægt þeim elementum sem ég fílaði við hamborgarhrygginn. Ef einhver lumar á betrumbótum eða tipsum sem virka fyrir þessa uppskrift vil ég endilega heyra af því.

Ég mældi ekki allt mjög nákvæmlega út, heldur smakkaði til innihaldið – ég skal gera þetta betur á næsta ári.

25675487_10155884150367649_1643141539_n-1

Innihald:

ca 700g Seitan (notaði veganz seitan-basis úr krónunni, en hvaða seitan sem er hlítur að virka)

2 pakkar Tofurkey Treehouse Tempeh (gervibeikon)

Einn laukur (vantar á mynd)

Maple flavor síróp

Púðursykur

Sojasósa

Eplaedik

Birkireykt salt (ekki réttar umbúðir á myndinni, en saltið fæst í matvörubúðum og er sjúklega gott)

Liquid smoke

c.a. 125ml Alpro Cuisine Soya rjómi

Aðferð:

Setjið Tofurkey Treehouse Tempeh með sojarjómanum í blandara með eins litlu vatni og þarf til að þetta verði vökvi en ekki stappa og blandið þar til alveg smooth (tekur circa 10min í mínum blandara). Þeim mun þykkara sem þessi vökvi er þeim mun betri verður áferðin á loka-afurðinni, ef það er of mikið vatn eða eldað of lengi verður þetta eins og brauð.

Svo setti ég blöndu af liquid smoke og birkireykta saltinum, ég mældi ekki magnið heldur smakkaði til. Sennilega notaði ég um 1-2msk af liquid smoke og sennilega 3-4 msk af birkireykta saltinu, en ég setti bara í og smakkaði þar til mér fannst aðeins of mikið reykbragð (það þynnist svo út í lokauppskriftinni). Svo gerði ég það sama með sírópið, setti slatta af því (circa 150g – en hey, það eru að koma jól) þar til sætan kom aðeins í gegn, og kláraði svo sætuna með púðursykrinum – notaði sennilega eitthvað um 150-250g af púðursykri (ég er hrifinn af sætu) og svo slatta af eplaediki til að jafna sætuna vel út. Svo setti ég sojasósu þar til saltbragðið var orðið mátulegt (ég smakkaði þetta mjög mikið á meðan á þessu stóð).

Svo setti ég laukinn út í og blandaði þara til hann var líka orðinn alveg smooth – endanlega afurðin verður eitthvað smákornótt en eins nálægt silky og blandarinn ykkar treystir sér til. Eftir að hrár laukur er kominn útí þetta er orðið of seint að smakka til, en laukurinn gerir helling fyrir bragðið á seitaninu eftir eldun.

Næsta skref var að blanda seitaninu við. Færið næstum allann vökvann yfir í stóra skál og hrærið seitaninu smám saman útí. Byrja smá í einu og hræra alveg smooth, ef þið setjið allt seitanið strax er hætta til að það myndist seigir kögglar í hleifinum sem eru ekki góðir. Hrærið seitan út í þar til þetta hættir að rifna í sundur en ekki svo mikið að þetta verði alveg hart. Ég notaði 2 heila poka, restina úr einum opnum poka, og aðeins ofan af öðrum poka, þannig ég held það hafi verið um 700 g…. 😊

Ég plastaði hleifinn svo mjög þétt inn í eldhúsfilmu (mjög þétt!) í cirka 30 min til að þétta hann vel, færði svo yfir í Le Creuset ofnpottinn með pínu smjöri í botinum svo hann festist ekki og helt restina af vökvanum yfir og setti pínu vatn í kantana.

Bakað í ofni í 60 min á 160°c með blæstri, svo tekið úr ofninum og látið standa í lokuðum potti þar til kólnar alveg. Þetta er bráðum tilbúið í ofninum þegar ilmurinn af hleifnum kemur sterkur fram.

Planið er svo að kæla þetta þar til á aðfangadag, setja þá sinnepsbráðina á og hita/grilla í ofninum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s