Kökur

Kærleiksbitar

Kærleiksbitar
Frumburðurinn varð 10 ára í vikunni og þá getur maður að sjálfsögðu ekki vikist undan því að baka súkkulaðiköku. Ég nenni nú ekki alltaf að gera þriggja hæða, konfektmonster og hvað þá í miðri viku og langaði bara að gera einhverja einfalda köku enda finnst krökkum það oft best. Ég ákvað þ.a.l. að prófa að gera hina sænsku „kärleksmums“ eða kærleiksbita eins og ég kýs að kalla þá. Æðislega krúttlegt nafn á sænsku satt best að segja 🙂

Núna veit ég það semsagt að kærleiksbitarnir eru ósköp svipaðir því sem við Íslendingar köllum skúffuköku. Munurinn kannski helstur sá (allavega í uppskriftinni sem ég notaði og kemur frá Bonniers kokbok, því mikla meistaraverki hehe 😉 ) að það voru fleiri egg í kökunni en ég er vön og að Svíarnir telja greinilega ekki á eftir sér sykurinn frekar en Íslendingar. Mér fannst kremið sérstaklega gott því í því er kaffi. Þetta er alveg ljómandi afbrigði af skúffköku til að prófa ef mann langar að breyta frá uppskriftinni sem maður notar alltaf!

Sænskir kærleiksbitar

Kaka
200 gr smjör, brætt
5 egg
4 dl sykur
4 dl hveiti
1 dl kakó
2 tsk lyftiduft
2 tsk vanillusykur
2 dl mjólk

Glassúr
75 gr smjör, brætt
1/2 dl sterkt kaffi
4 dl flórsykur
2 msk kakó
2 tsk vanillusykur

Egg og sykur þeytt vel saman.

Hveiti, kakó, lyftidufti og vanillusykri hrært vel saman. Sigtað ofan í eggjablönduna. Bræddu smjöri og mjólk bætt við. Hrært þangað til deigið er orðið slétt.

Ofnskúffa smurð, deiginu hellt í skúffuna. Bakað við 200 gr. í 20 – 25 mín. eða þar til pinni kemur hreinn upp. Kakan látin kólna.

Glassúrinn búinn til með því að blanda öllum hráefnum saman. Breidd yfir kólnaða köku og kókos stráð yfir ef vill. Skorið í bita.

2 athugasemdir á “Kærleiksbitar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s